Á döfinni !

 

Ýmislegt framundan vegna Landnámshænunnar.

 

Margt hefur verið á döfinni núna undanfarna mánuði vegna Landnámshænunnar . 
Það getur tekið mikinn tíma að afla upplýsinga,skrifa texta,senda tölvupósta,ákveða útlit,hanna,hringja í fólk,leita tilboða og fl. 


Langur tími hefur fariðí allan þennan undirbúning og fl. sem þurfti að gera til að framkvæmdir tækjust sem best og má segja að sú vinna hafi byrjað sl.vor og stendur enn yfir en nú er þetta allt að koma heim og saman og verður vonandi orðið að veruleika sem betur fer áður en langt um líður.

 

Flutningurinn.

 

Þær breytingar urðu svo í júnímánuði 2013 að ég flutti af norðurlandinu á suðurlandið og hef komið mér fyrir með reksturinn og ræktunina í Þykkvabænum og er meiningin að opna hér Landnámshænsasetur Ísland með ýmsu er tengist fuglinum fyrir gesti og gangandi.

Í því tilefni var stofnað félag utan um reksturinn og Landnámshænuna sjálfa en það félag heitir Landnámshænan ehf og hefur það sína eign kennitölu eins og vera ber með félag ásamt því að hafa sitt VSK númer.Vinna við þetta er þegar hafin og við sjáum svo bara til hversu mikið er hægt að gera í haust og vetur og hvernig þetta gengur fyrir sig.

 

Kynningarbæklingur.

 

Út er að koma kynningarbæklingur um íslensku Landnámshænuna á nýjan leik. 
Bæklingurinn er skrifaður af mér og myndir teknar af fuglum hér á bænum.
Reynt er að koma sem mestum upplýsingum á framfæri og stiklað á stóru í þeim efnum.
Bæklingurinn er í svokölluðu “túristabroti”.Bæklingurinn verðu endurútgefin í sumar á fjórum tungumálum og dreift víða um land.

Opið heim.

 

Mjög mikill ferðamannastraumur er hér á Suðurlandinu og niður í Þykkvabæinn frá vori og fram eftir öllu hausti og eykst með hverju árinu.


Mikið af þessum gestum hafa komið við hérna skoðað ræktunina,keypt egg og beðið um að fá að skoða Landnámshænuna.

Því hefur nú verið ákveðið að opna fyrir gesti gegn vægu gjaldi hingað heim og bjóða fólki að koma og skoða Landnámshænuna í sínu rétta umhverfi,skoða aðstæður hjá henni og hvernig hún lifir. Einnig að skoða eggin í vélunum sem eru í útungun,sjá unga og kíkja á kjúklinga á ýmsum aldri.
Þetta er ein besta kynning sem um getur en það er að sjá fuglinn lifand með eigin augum frekar en á mynd þó það sé betra en ekkert.
Mun ég sjálfur fara með fólkinu um hjá fuglunum,fræða það og svara spurningum ef vill.

 

 

Póstkort.

 

Nú eru komin út póstkort með myndum af Landnámshænunni,alls 25 myndir og munu svo fleiri kort bætast við á næsta ári. 
Allar myndir á kortunum eru teknar hér á bænum og er reynt að hafa kortin eins fjölbreytileg og hægt er.
Kortin verða seld hér heima, á sýningum og nokkrum völdum stöðum á landinu sem og á mörkuðum.
Innkoman af kortunum verður notuð til áframhaldandi útgáfu á póstkortum með Landnámshænunni.

 

Sýningar.

 

Keypt voru ný sýningarbúr frá Bretlandi sumarið 2010.
Þetta gerir mér mögulegt að halda sýningar víða ef óskað verður eftir því.
T.d. í sambandi við ýmsar uppákomur eða aðra mannfagnaði í Bæjarfélögum.
Stefnt er á fleiri sýningar en verið hafa undanfarin ár og þá nokkrar stórar sýningar og fleiri smærri en það fer allt eftir eftirspurn.
Í athugun eru sýningar í ýmsum bæjarfélögum í tengslum við atburði þar. 

Bæklingur og póstkort kynna Landnámshænuna vel en að sjá fuglinn í návígi er besta auglýsingin.

 

Ýmislegt.

 

Nú í ár lét ég hanna uppá nýtt sérstakt LOGO (merki) fyrir mig sem vörumerki fyrir Landnámshænuna og tekur það við af því gamla sem var.
Það mun meðal annars prýða forsíðuna á heimasíðunni en henni verðu breytt.
Merkið er þannig að orðin “Landnámshænan í Þykkvabæ” eru mynduð í hring um Hanahaus á gulum grunni.
Þá verða einnig framleiddir  fánar í sama stíl. 
Þessi fáni verðr við hún hér á bænum flesta daga.
Einnig  lét ég framleiða þrjá borða sem eru með nafninu  HÆNA....Landnámshænur  og slóðina á heimasíðuna  www.landnámshaenan.is  en þessir borðar eru misstórir og verða notaðir á sýningum.
Þá voru framleiddir veggfánar og bílafánar í sama stíl og lit sem verða notaðir í tengslum við sýningar.

Hannaður hefur verið nýr miði á eggjabakkana dökkrauður á lit og með merkinu og einnig gulur miði með upplýsingum um egg sem settur er inní bakkana.

Nýir eggjabakkar með nýjum miðum munu svo koma á markaðinn nú í haust.

Komið er nafnspjald og ísskápssegull með helstu upplýsingum á hvernig hægt er að hafa samband við mig ef fólk þarf á að halda. 
Nafnspjaldið er að sjálfsögðu frítt en ísskápssegullinn verður seldur á vægu verði.

Límmiðar eru komnir í sömu útfærslu og nafnspjaldið 
Þessir miðar eru ætlaðir til að setja á ýmsa hluti eins og t.d. blöð,bæklinga,umslög og fleira ef vill.

Þá var einnig pantað merki á bílinn og verður það eingöngu notað í tengslum við sýningar. 
Þetta er gert til að minna á ræktunina en ekki síst til auglýsa Landnámshænuna sjálfa.
Þá voru prentuð 12 plaköt(veggmyndir) en þau verða notuð í auglýsingaskyni og til skrauts fyrir aftan og ofan sýningarbúrin á sýningum.
Allt fallegar litmyndir af Landnámshænunni.

 

Útungunarvélar.


Útungunarvélarnar voru allar endurnýjaðar eftir brunann sem varð sem og öll önnur ílát,búr,tæki og tól er þarf til svona reksturs.

Pantaðar voru í fyrstu fjórar nýjar vélar og eru þær alsjálfvirkar og koma frá Brinsea í Bretlandi en það fyrirtæki er með áratuga reynslu í framleiðslu  og sölu á útungunarvélum og fylgihlutum í þær.Vélarnar eru tölvustýrðar(digital) og sjá alveg sjálfar um snúning,hita og rakastig.Seinna var svo bætt við tveimur í viðbót og er því hægt að unga út allt að 1000 eggjum hér á bænum í einu.

 

Gegnumlýsingarljós.

 

Um leið og nýju útungunarvélarna voru pantaðar var pantað sérstakt Digital gegnumlýsingar ljós fyrir egg  þannig að hægt er að skoða í eggin í vélunum á fjórða degi og sjá hvort komið er líf í þau.
Ef eggin eru dauð eru þau fjarlægð og ný egg sett í staðin og bíður þetta uppá mikla hagkvæmni við útungunina þar sem vélarnar eru þá alltaf í gangi fullar af frjóum eggjum.Ljósið festir sig við eggið og lýsir í gegnum það í nokkrar sekúndur og þarf ekki að hreifa við eggjunum á meðan.

 

Keramikperur/hitarar.


Frá sama fyrirtæki komu svo nýjar “fóstrur”sem leysa af hólmi infrarauðu hitaperurnar sem verið hafa í notkun undanfarin mörg ár. 
Þetta eru svokallaðar “keramikperur” en þær eru 60,75,100,120 og 150 w og gefa eingöngu frá sér hita en ekkert ljós og eiga þessir hitagjafar að endast betur og lengur en infrarauðu perurnar gera og í stað rauða ljóssins verður venjulegt hvítt ljós yfir ungunum. 
Mismunur á líftíma á kermikperum og infrarauðum perum er mikill en keramikperan á að endast 10.000 sinnum lengur en infrarauða peran gerir. 
Í þessu felst mikill sparnaður.

Hæna í fóstur eða á leigu.

 

Já nú reka kannski einhverjir upp stór augu og spyrja sig....hvað er þetta?
En nú er hægt að taka Landnámshænu í fóstur og eða leigja sér hænu?
Þetta er hugsað fyrir þá sem vilja styðja við og styrkja gott málefni og vernda gamlan menningararf okkar og það er að koma í veg fyrir að við töpum frá okkur íslensku Landnámshænunni. Og ekki síst fyrir þá sem vilja kynnast fuglinum að eigin raun.
Með því að taka hænu í “fóstur” þá vinnst margt.
Viðkomandi styrkir og  kemur í veg fyrir að Landnámshænan deyji út og hann á alltaf til nóg af ferskum og vistvænum eggjum.
Þetta er hugsað fyrir þá sem langar til að eiga hænu en hafa ekki getu eða aðstöðu til þess.
Allt um þetta er að finna undir tenglinum “ Hæna í fóstur” sem búið er að setja upp á heimasíðuna.
Þar er allt útskýrt í smáatriðum frá A-Ö og engu leynt.
Þar verður einnig að finna nýjan tengil sem heitir “Samningur” og er þar að finna samninginn sem gerður verður á milli mín og viðkomandi fóstru/a.

Með því að leigja sér hænu þá kynnist fólkið fuglinum að eigin raun,hvernig hann er,hvernig hann hagar sér og hvað það kostar að eiga eða halda slík gæludýr/fugla.Það má svo lesa og kynna sér allt um þetta undir tenglinum "Viltu leigja" sem er vinstra megin á heimasíðunni.

 

Hvernig var þetta mögulegt?

 

Já nú spyrja sig margir....hvernig er þetta hægt? 
Og kannski ekki nema von.
En það verður útskýrt undir nýjum tengli sem verður settur upp um leið og hinir nýju tenglar koma á heimasíðuna. Heitir sá tengill “Styrkir”
Frá því sl.haust og má segja undanfarin ár hef ég verið að hugsa um hvort ekki væri hægt að gera eitthvað nýtt til að auka veg og virðingu Landnámshænunnar og gera hann sem bestan og mestan.
Sumarið 2008 voru 30 ár liðin síðan ég fékk fyrstu fuglana en um 8 ár eru síðan ég fjölgaði hjá mér og setti meiri kraft í þetta og fór að auglýsa.Og það er dýrt,mjög dýrt.
Ég hef alla tíð lagt fram mína vinnu fyrir ekkert og aldrei tekið nein laun fyrir og sé alls ekki eftir því.
Ég er að þessu af hugsjón og áhuga en ekki til að verða ríkur því það verð ég aldrei.
Það er öruggt. 


Ég sel vistvæn egg allt árið jú og ungasalan er árstíðarbundin eins og fólk veit en ræktunin,uppeldið og salan hefur varla staðið undir fóðurkostnaði og spónakaupum fyrir fuglana.
Enda er þetta gert fyrir Landnámshænuna og ánægjuna.

Meðal annars er þess vegna farin sú leið að setja upp skilti og opna búið til skoðunar,selja póstkort,dreifa bæklingi og margt fleira.
Til kynningar á Landnámshænunni.
En þetta kostar allt sitt og kostar mikið.


Sýningarbúrin og flutningur kosta sitt svo ekki sé talað um nýjar útungunarvélar.
Að taka hænu í fóstur er svo ætlað þeim sem vilja styrkja þetta málefni eins og áður sagði,langar til að eiga hænu en hafa ekki aðstöðu til þess vegna búsetu eða einhverra annarra ástæðna. 
Nú eða bara styrkja gott málefni.
Öll innkoma sem af þessu kemur mun fara á sérstakan reikning sem stofnaður var og þeir peningar notaðir eingöngu til áframhaldandi kynningar á íslensku Landnámshænunni.
Það er allavega boðið uppá þessa möguleika og svo er bara valið fólksins.
Þess vegna settist ég niður í vetur og samdi bréf,sendi svo til ýmissa stofnanna,sjóða og  fyrirtækja,útskýrði hvað ég væri að gera og hvað mig langaði til að gera vegna Landnámshænnunnar og óskaði eftir styrk til þessa.
Það hef ég aldrei gert áður.


En afhverju ekki að prófa,ég hef engu að tapa en allt til að vinna hugsaði ég.
Og hér er árangurinn eftir margra mánaða vinnu, bréfaskriftir,símtöl og tölvupósta sem skipta orðið hundruðum.
Neiin voru mörg...afskaplega mörg.
En þetta var vel þess virði.


Því ég fékk nokkra góða styrki til þessa verkefnis og mun ég halda áfram að leita eftir styrkjum til að halda áfram og bæta við enda af nógu að taka og allt orðið svo dýrt.

Ég vona svo að þessar breytingar ásamt endurnýjun að tækjum og vélum verði okkur öllum til góðs. Bæði mér og ykkur sem kaupið unga og ekki síst Landnámshænunni sjálfri.
Nöfn þeirra er styrktu áframhaldandi ræktun og kynningu á Landnámshænunni eru undir nýja tenglinum “Styrkir” sem settur var upp nú um leið og hinir nýju tenglar.
Og LOGO (merki) viðkomandi aðila verða einnig sett upp á heimasíðuna sem auglýsing fyrir þá sem veittu styrk til þessa alls.

Leitað var tilboða í alla prentun,verð á búrum, útungunarvélum og skilti og reynt að gera og fá sem mest fyrir styrkina sem veittir voru.

 

Án þessara styrkja og stuðnings hefði ekkert af þessum breytingum verið framkvæmanlegar.

 

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is