Frjóvgun, val á eggjum og útungun !

 

 

 

 

 

 

Þegar velja á egg til útungunar er gott að hafa fáein atriðið í huga, hvort sem setja á eggin undir hænu eða unga út í vél. Veljið eggin sem líkust að stærð og lögun, ekki egg sem eru afbrigðileg, t.d. ílöng, mjó í báða enda eða skurnin er ekki slétt og góð. Egg sem fara eiga í útungun má ekki þvo og eiga að geymast í 14 -16° hita, upp á endan og þarf að snúa þeim á hverjum degi 4-5 sinnum ef fá á sem best út úr þeim.

 

Eggin má geyma í allt 8 daga og best úkoma er úr eggjum sem eru ekki eldri en 8 daga gömul. Skurnin er gljúp með milljónum af litlum götum sem ekki er hægt að sjá nema með hjálp mjög sterkrar smásjár en þau eru ekki lokuð skel eins og margir halda og þegar egg eru þvegin geta þessi göt stíflast. Að halda þessum götum opnum er mjög áríðandi til að útungun takist sem best og að líf kvikni í egginu. Þessi op gefa súrefni til eggsins. Þvoið því alls ekki egg sem fara eiga í útungun og kælið þau alls ekki.

 

Ef egg eru sett í vél á misjöfnum tíma eða frá fleiri en einum aðila í einu er gott að merkja þau svo þau þekkist í sundur. Ef það á að setja á fugla úr þessum eggjum til að kynbæta stofninn hjá sér þá er má segja nauðsynlegt að merkja eggin til að koma í veg fyrir að ruglingur verði. Ef eggin eru merk þá er engin hætta á að þau ruglist saman og hægt er að taka unga úr merktum eggjum og setja þá sér. Notið tússpenna sem gerður er fyrir plast því þá er engin hætta á að tússið renni til í rakanum í vélinni og setjið t.d. lítið númer eða kross á eggin sem eru aðkomu egg en hafið þá heimaeggin ómerkt.

 

Í tússinu eru engin efni sem geta skaðað eggið eða haft áhrif á fóstrið inní því svo það er óhætt að nota það. Gerið bara lítið merki á hvert egg fyrir sig .Ég hef merkt egg með tússi í mörg ár og ekkert hefur komið uppá hjá mér vegna notkunar á því. Best er þó að setja öll egg í útungun á sama tíma og gefur það besta árangurinn þar sem rakastig þarf að vera annað í lok útungunartímans en í byrjun hans.Þá er líka vont að þurfa að opna vélina mikið þegar ungar eru komnir úr fyrstu eggjunum en kannsk inokkrir dagar eftir í útungun á öðrum eggjum. En þetta verður bara hver og einn að finna út fyrir sig.

Frjósemi og hlutverk hanans.

 

Hafa skal í huga að frjósemi hananna minnkar þegar líður á sumarið og hefur hún minnkað um helming frá því sem hún var í september/október.Frjósemin fer svo að aukast aftur í mars þegar dag tekur að lengja og er hún komin í hámark aftur í mars. Þetta er eðlilegur gangur náttúrunnar til að koma í veg fyrir óæskilega útungun á slæmum tímum,sérstaklega þar sem hænsfuglar lifa villtir í náttúrunni. Öllu lífi er ætlað að kvikna með vorinu frá náttúrunnar hendi þar sem gróandinn er framundan og meiri möguleikar á fæðuöflun og ungviðið hefur meiri og betri tíma til að lifa af,styrkja sig og undirbúa sig vel fyrir komandi vetur .

 

Að marggefnu tilefni skal það tekið fram að ekkert mál er að halda hænur og fá egg til heimilisins án þess að það þurfi að vera með hana í hópnum. Þegar hænan kemst á varpaldur sem er oftast nær á sjötta til sjöunda mánuði þá verpir hún eggjum þó engin hani sé í hópnum og mun gera það áfram.

 

Eggin verða bara ófrjó eins og gefur að skilja. Haninn (eins og flest annað karlkyns)gegnir eingöngu því hlutverki að frjóvga eggið og svo heldur hann utan um hópinn,ver hann,aflar fæðu og er alltaf á varðbergi gagnvart aðsteðjandi hættum. Hægt er að heyra og sjá hvernig hegðun hans er og hvað hún snýst um ef fólk er með hana hjá sér og gefur sér tíma til að fylgjast með fuglunum.

 

Haninn er húsbóndinn í hópnum,hann ræður öllu og stjórnar þar. Haninn gefur frá sér ýmisskonar mismunandi hljóð þegar hann kallar á hænur sínar. Lágt "gogg" hljóð heyrist þegar hann finnur og kallar á þær í fóður, djúpt "korr" heyrist þegar hann varar þær við aðstejandi hættu og hlaupa þá hænurnar allir í var eða inní hús(kofann) Hátt "gagg" heyrist í hananum þegar hræðsla grípur um sig vegna aðsteðjandi ógnunar.t.d. þegar maður kemur snögglega inn í hús hjá þeim eða þegar ókunnugir birtast óvænt inni hjá fuglunum. Og haninn er alltaf á vakt. Fuglarnir þekkja nefnilega þann sem hugsar um þá daglega og umgengst þá en ekki þá sem koma einusinni eða sjaldan í húsið þeirra.

Frjósemi eggsins og eggjakerfi hænunnar.

 

ATH: Frjósemin minnkar í eggjunum eftir 4-5 daga um allt að 1,5% og um 1% á dag eftir það . Útungunaregg eiga ekki að vera í kæli, það getur dregið niður frjósemina í þeim. Munið svo að hafa eggin ekki of gömul og að kæla þau ekki, ef þið ætlið að vera öruggari en ella með útkomuna úr útunguninni. Margir halda að haninn þurfi að "troða" hænuna í hvert skipti til þess að öll egg séu frjó, en það er ekki rétt. Ef hani treður hænuna í dag ættu eggin hjá henni að vera frjó í 7-8 daga á eftir, gott er að miða við lægri töluna til að vera öruggur. Við frjóvgun fer haninn uppá bak hænunnar og "treður" hana.

 

Margir halda að haninn setji "lim" sinn inní hænuna en svo er alls ekki,"limur" hanans er inní honum og sést aldrei og kemur aldrei út. Limurinn er útbúinn þannig að hann er rétt innan við "opið"(rassinn) og haninn spreyjar sæði sínu yfir á "barma" eggjaops hænunnar sem hún svo dregur inní sig og þaðan fer sæðið sína leið eftir eggjakerfinu. Eggjakerfi hænunnar er þannig gert að hún heldur eftir sæði hanans í sér í nokkra daga og skammtar sér það eftir þörfum og verpir því frjóum eggjum í nokkur skipti. Miðað er við að það sé einn hani fyrir hverjar 7-8 hænur til að fá sem besta útkomu við frjóvgun.

 

Eggjakerfi hænunnar er efsti í leginu og "fæðist" hænan með einskonar "klasa" í sér sem svo þroskast með aldrinum og minnir þessi "klasi" einna helst á vínberjaklasa,þarna eru saman kominar milljónir af rauðum sem þroskast og losna frá daglega,eitt á dag. Þarna efst frjóvgast rauðan en hún er ein af þessum milljónum sem myndar klasann og fer að skipta sér og stækka.Um leið fer hún að renna niður eftir eggjaleiðaranum en lögun hans er eins og langur "spírall" í laginu og getur verið allt frá um 6-8 cm langt. Sem sagt efst í þessum "spíral" byrjar eggið að myndast og og þar er eingöngu rauðan en hún myndast fyrst af egginu. Á þessu stigi frjóvgast eggið ef hani er í hópnum og hann treður hænuna.

 

Haninn frjóvgar því rauðuna en ekki eggið sjálft eins og svo margir halda. Þegar þetta ferli er afstaðið fer rauðan að færast niður "spíralinn"hægt og rólega og á leiðinni byrjar rauðan að hjúpast himnu og hvítu hlaupkenndu þykkni sem kallast eggjahvítan en hún er um 95% prótein. Allra neðst í "spíralnum"(eggjaleiðara) hænunnar byrjar skurnin sjálf að myndast og er það lokaferli á myndun eggsins. Skurnin myndast því alveg í lokin eða rétt áður en hænan verpir egginu sjálfu. Þetta gerist síðustu tvo tímana eða svo áður en hænan verpir. Þess vegna má stundum sjá egg sem eru mjúk og með einskonar himnu utan um sig en ekki skurn þegar þeim er verp.

 

Ástæða fyrir því er sú að það hefur engin skurn myndast utan um sjálft eggið en það er fremur sjáldgæft að svo sé. Allt þetta ferli á myndun eggsins tekur um 24 tíma eða svo. Athugið að hænan hefur aðeins eitt "op" og er það endaþarmur hennar sem eggið kemur fullmótað út úr.Leggöngin sjálf tengjast við þarmana rétt fyrir innan þetta op.

Skurnlaus egg.

 

Það kemur fyrir að hæna verpir eggi sem engin skurn er utan um en þetta er sem betur fer frekar sjaldgæft. Þetta gerist oftast eða nær eingöngu hjá ungum fuglum sem eru að byrja í varpi og er ástæðan sú að fuglinn er ekki alveg tilbúinn þó hann sé orðin þetta þroskaður og hefur því ekki getu til að mynda skurn þó hann sé farinn að mynda sjálft eggið og verpa .

 

Fuglinn einfaldlega myndar ekki skurn um eggið en verpir því þegar það sjálft er tilbúið.Þetta er í flestum tilfellum ekki vegna þess að fuglinn skortir kalk,hann myndar kalk sjálfur úr fæðunni sem hann aflar sér úti við sem og með sérstökum kalkkirtlum sem hann hefur,hann er einfaldlega ekki orðinn nógu þroskaður innvortis og vantar því þessa eiginleika til nógrar kalkmyndunar svo úr verði skurn.

 

Þetta lagast sjálfkrafa eftir smá tíma. Nauðsynlegt er þó að láta fuglana komast í kalk með því að gefa þeim eggjaskurn af eggjum sem notuð hafa verið á heimilinu og eins að láta fuglinn hafa frjálsan aðgang í skeljasand sem er góður náttúrulegur kalkgjafi.Fuglinn þarf mikið kalk til að mynda skurnina og gengur á þann forða í sjálfum sér,því er gott og nauðsynlegt að hann komist í aukaskammt af kalki til að hjálpa honum,hann verður þá líka síður fyrir kalkskorti.

 

Skurnlaus egg koma frekar hjá ungum fuglum sem komast ekki eða af einhvejum ástæðum fara ekki út en eru inni við mestan part dagsins þó opið sé út hjá þeim en hjá þeim fuglum sem eru mikið úti víð á daginn.

 

Skurnlaus egg geta líka komið hjá gömlum hænum og er ástæðan sú að fuglinn er að missa eiginleikana til að mynda skurn,þetta gerist oft þegar hæna er að hætta varpi sökum aldurs og hefur fuglinn einfaldlega ekki nógu virkan og góðan kalkbúskap lengur. Auka kalk eins og skeljasandur eða eggjaskurn breytir þessu ekki því fuglinn vinnur ekki lengur úr þessu. Það má líkja þessu við beinþynningu í mönnum og að beinin verði stökk með aldrinum vegna kalksins og eða kalkskorts.

 

Gott viðmið til að sjá hvort nóg kalkmyndun sé í fuglinum er að skoða dritið úr viðkomandi fugli.Þeir sem halda hænsni hafa tekið eftir því að í dritinu úr þeim er mikið af hvítu efni,þetta er umfram kalk. Kalk er steinefni og harðnar og festist við þegar það þornar og hægt er að sannprófa þetta ef dritið nær að festast á gólfi,prikum nú eða á ílátum hjá fuglunum þá fer dritið sjálft strax af við þvott nema þetta hvíta í því(kalkið)það er fast fyrir og þarf mikið meiri vinnu til að ná því af.

Sjálf útungunin.

 

En aftur að útunguninni sjálfri. Þremur dögum fyrir innsetningu á eggjum í vélina eða undir sjálfa hænuna skal leggja eggin á hlið og láta þau vera þannig þar til þau fara í útungun og snúa þeim nokkrum sinnum á hverjum degi. Hitinn í vélinn á að vera 37,5° - 38°, rakinn um 45 - 55% og tekur útungunin um 21 dag.

Þó er algengt að fyrstu ungarnir fari að koma á 18. - 19. degi, en það er misjafnt. Ef vélin er ekki alsjálfvirk, það er að hún snýr eggjunum ekki sjálf, þarf maður að gera það sjálfur og skal snúa eggjunum 5 - 6 sinnum á dag og fylgjast með að hita og rakastig sé rétt og stöðugt. Síðustu þrjá dagana eða á 18. degi skal hætta að snúa eggjunum og auka rakann í vélinni í 65%. Ef of mikill raki er í vélinni, verða ungarnir klístraðir og blautir í eggjunum, geta ekki brotist út og er það oftast ástæðan fyrir því að að fullskapaður ungi kemst ekki úr eggi en drepst á síðustu dögum útungunar.Þetta getur einnig átt við ef of mikill hiti er í vélinni,þá verður unginn lamaður eða slappur og hefur ekki kraft til að brjóta skurnina.Þess vegna er mjög áríðandi að hafa rétt raka og hitastig á meðan á útungun stendur.

 

Á 23. degi ættu allir ungar að vera komnir úr eggjunum. Það er góð regla að skoða þau egg sem ekki ungast út, til að sjá hvort frjósemin sé í lagi. Ef eggið er fúlt, hefur kviknað líf í því en það drepist á fyrstu dögunum og ef það er hvíta og rauða í egginu er það ófrjótt. Ungarnir koma úr egginu með forða úr rauðunni í maganum, sem dugar þeim í tvo sólarhringa eða svo. Á meðan taka þeir ekki fóður og þurfa ekki aðra næringu. Hafið ungana í sólarhring í vélinni, ekki skemur, eða þar til þeir eru orðnir þurrir og vel brattir og flytjið þá síðan þangað sem þeim er ætlað að vera.

 

Hafið hitaperu(r) yfir þeim fyrstu 3 - 4 vikurnar og eftir það má flytja þá á stærra svæði eða slökkva á hitaperunum ef þeir eiga að vera áfram á sama stað. Hitaperan (150 W) á að vera í u.þ.b.b. 30 cm hæð yfir ungunum og hitinn undir henni um 32°. Ein pera á að anna um 50-60 ungum. Athugið vel að ef ungarnir þjappa sér undir peruna er hún of hátt uppi og hitinn ekki nógur hjá þeim, lækkið þá peruna, ef þeir raða sér í kringum peruna er hitinn góður en ef ungarnir leita frá perunni, út í jaðarinn á búrinu eða jafnvel út í horn, er hitinn of mikill. Hækkið þá peruna. Alltaf er nú gaman að leyfa hænu að liggja á eggjunum sjálfar og sjá hvað þær eru miklar mömmur í sér. Íslenska hænan er mjög góð móðir og umhyggjusöm og ver egg sín og unga af krafti.

 

Og alltaf er skemmtilegt að sjá hana vappa um með litla hópinn sinn. Yfirleitt þarf ekki að skipta sér af ungum sem eru undir hænu, nema til að passa það að aðrar hænur nái ekki til þeirra, þar sem þær geta drepið þá. Gott er að útbúa skjól í kofanum, þar sem ungarnir geta flúið undir en stærri fuglar komast ekki. Ætti þeim að vera borgið með því. Best er þó að geta haft hænuna með unga út af fyrir sig í 2 - 3 vikur og ætti þeim að vera borgið eftir það. Fylgist bara vel með þegar þið hleypið hænu með unga saman við hópinn svo aðrar hænur höggvi þá ekki og drepi.

 

Ef fólk er með nokkrar hænur sér til gamans og nytja, ætti ekki að vera nauðsynlegt að eiga útungunarvél, heldur láta hænuna unga út úr nokkrum eggjum til að eiga til endurnýjunar, en þá ber að athuga að fólk getur setið uppi með nokkra hana sem það þarf svo að losna við eða farga. Reglan er sú að um 50% af ungunum eru hanar og 50% hænur en það er að sjálfsögðu breytilegt, en oftast samt nálægt þessu. Best er þó, ef komið er að endurnýjun, að kaupa kyngreinda unga og þá er ekkert vesen og engir óvelkomnir aukafuglar. En það er að sjálfsögðu smekks atriði eins og flest annað.

Útungun í vélum.

 

Hér er farið yfir útungun í vélum þeim til leiðbeiningar er á þurfa að halda.
Athugið að vélar geta verið mismunandi eftir tegundum en þessar leiðbeiningar ættu að henta flestum til að fara eftir.
Það er mikið atriði að vélin sé rétt staðsett þar sem raka og hitasveiflur geta haft áhrif á hvernig vélin vinnur og vélin er með termostat og ef miklar hita og rakasveiflur eru getur það haft áhrif á mælinn/mælana.. Hafið vélina ekki í of heitu herbergi og alls ekki of köldu heldur. Gott hitastig í herberginu er frá 16-18 gráður og hreint loft er nauðsynlegt. Venjulegt íbúðarherbergi er oft besta lausning og hentar oft best. Þvottahús eða geymslur eru ekki hentug herbergi til útungunar og ekki heldur köld og rök útihús.
Dragsúgur getur skemmt útungun og er hættulegur.Gætið þess að sól nái ekki að skína beint á vélina því þá verður of heitt í henni Miðstöðvarherbergi eru of heit og of þurr.

 

Almenn regla um útungun á hænsnaeggjum.

 

Eggin eiga að vera nýleg og frjó og best er að eggin séu sem hreinust þar sem sýklar eða bakteríur geta þrífist í óhreinindum og orsakað ungadauða í eggjunum.
Þvoið samt ALDREI egg sem á að unga út og kælið þau alls ekki.
Eggjaskurnin er gljúp með milljónum af litlum loftgötum svo fóstrið geti náð í súrefni á síðustu dögum útungunarinnar,ef eggin eru þvegin eða nudduð eitthvað að ráði getur lokast fyrir þessi göt og fóstrið drepst í egginu. Ef notaðar eru spænir í varpkassana þá ætti ekki að þurfa að hreinsa eða þvo eggin.
Veljið egg sem eru svipuð að stærð,geymið þau í 12-16 gráðu hita á meðan verið er að safna í vélina og snúið þeim 3-5 sinnum á sólarhring. Notið aðeins hrein egg af eðlilegri þyngd sem er um 55-66 gr og eingöngu úr fullorðnum hænum. Notið aldrei unga egg eða egg úr fuglum sem hafa nýlega byrjað varp.
Setjið aldrei egg í útungunarvél sem eru mikið skítug,með óreglulega skurn eða of smá.Eggin eiga sem sagt að hafa slétta og góða skurn og vera sem líkust að lögun og stærð. Athugið vel með sprungur á skurninni.
Vélin á að vera á fullum hita í 12-24 tíma áður en egg eru sett í hana og kominn í rétt hitastig og fylgist vel með að hitinn sé orðinn stöðugur þegar eggin eru sett í vélina.
Eggin er kaldari en vélin og fér mælirinn niður við innsetningu eggjanna og fer svo að rísa upp á ný jafnóðum og eggin hitna í vélinni þar til eggin hafa náð sama hita og vélin er stillt á.
Gefið vélinni og eggjunum allt að 12 tíma til að samræma sig og hitna eftir að allt er orðið klárt og eggin komin í vélina. Fylgist vel með á meðan.

 

 Hiti á útungunartíma.

 

Maðurinn er 37- 37,5 gráðu heitur en hænan er 38,5-39 gráðu heit og getur miklu munað á bara hálfu stigi í útungun. Hiti í vélinni á að vera 38,5 gráður á celsíus en 102-103 á Farenheit. Það er betra að hitinn sé hálfri gráðu fyrir ofan eða neðan þessi mörk heldur en að vera alltaf að stilla hitaskrúfuna/takkann á vélinni.

Bæði fer það illa með vélina og skrúfuna að vera alltaf að hreifa við þessu og eins ef hiti er að rokka upp  eða niður eftir að eggin eru kominn í vélina getur það skemmt útungunina.

 

Eggin sett í vélina.

 

Leggið eggin á hliðina í vélina og látið mjórri endann vísa aðeins niður á við og athugið að reyna ekki að setja fleiri egg í vélina en hún er gefinn upp fyrir,ef þið þrengið of mikið að eggjunum kemur það niður á snúningnum og þið fáið einfaldlega færri unga.

 

Til að vera öruggur um að hafa snúið eggjunum þá er gott að merkja þau með litlu merki á annarri hliðinni og þá er hægt að sjá þegar merkið er upp eða niður hvort búið sé  að snúa í það skiptið. Notið ekki blý eða venjulegt túss á eggin þar sem það getur drepið fóstrið,blý eða efni frá tússinu getur komist inn í eggið í gegnum litlu loftgötin á skurninni sem áður var minnst á. Ef snúið er með höndum en ekki sveif á vélinni þá snúið eggjunum alltaf í hálfhring,snúið eggjum ALDREI í heilan hring.


Fylgis vel með hitamælinum á vélinni og gefið vélinni og eggjunum góðan tíma til að samræma sig og hitna upp, Hreyfið ekki stilliskrúfuna á meðan og opnið ekki vélina fyrsta sólarhringinn eftir að eggin eru sett í hana.

 

Snúningur á eggjum.

 

Snúningur er mikilvægur þar sem hænan er sjálf alltaf að setja gogginn undir sig og hreyfa við eggjunum og munið að snúa eggjunum einu sinni á dag fyrstu 3-4 dagana og þrisvar á dag frá 4-8 degi.

Eftir áttunga dag er gott að snúa eggjunum allt að 5 sinnum á dag. Munið að snúa eggjunum varlega og passið að þau skelli ekki saman,hárfín sprunga getur myndast á skurninni við það og hárfínar æðarnar sem eru að myndast inní egginu geta sprungið við lítið högg og fóstrið drepst í egginu.

 

Kæling á útungunartíma.

 

Þar sem hænan liggur ekki stöðugt á eggjunum fyrstu dagana eftir að hún verpir undir sig er nauðsynlegt að kæla eggin á milli. Athugið að við útungun í vél er verið að reyna að ná upp sem líkastri aðferð og hænana sjálf beitir við útungun.


Fyrstu vikuna eftir að eggin eru sett í vélina er gott að opna vélina á öðrum degi í ca.15.mínútur og halda því þannig fyrstu vikuna,á annarri viku má lengja þennan tíma upp í um 20 mínútur (2 x 10 mín.) og halda því þannig fram á 17.dag. Eftir 18.daginn má alls ekki opna vélina og hætta skal snúningi á eggjunum.

 

Á þessum tímapunkti liggur hænan sjálf sem fastast á ,snýr ekki eggjunum,fer ekki af þeim og tekur hvorki vatn né fóður. Unginn liggur fullskapaður í egginu,er farinn að tísta og undirbúa að koma úr egginu. Hann er á þessum punkti að klára hluta af eggjarauðunni (sem er hans næring) og safna kröftum til að brjóta skurnina og takast á við lífið.

 

Rakastig við útungun.

 

Rétt rakaastig í vélinni er nauðsynlegt ef útkoman á að vera góð og er rakinn til að hindra of mikla úrgufun úr sjálfu egginu. Hafið rakamæli í vélinni og fylgist vel með honum allan útungunartímann. Ef vélin er í mjög þurru herbergi þarf meiri raka en ef herbergið er rakt þarf minni raka.

Öllum vélum fylgir rakabakki og athugið að setja ALDREI kalt vatn í bakkana,notið fingurvolgt vatn. Ef sett er kalt vatn í rakabakkana þá ruglar það hitastigið í vélinni þar sem hún þarf að hita vatnið upp í sama hita og er í henni sjálfri,þá kólnar hún niður á meðan og það kemur niður á lífinu sem er kviknað í eggjunum. Þetta getur drepið ungana.


Kjör rakastig við útungun er 45-55% en það þarf að auka það uppí 65% í klakinu en klakið hefst á 18.degi. Nauðsynlegt er að raka og hitastig sé sem réttast og jafnast á útungunartíma og í klakinu sjálfu. Of mikill hiti getur orsakað að ungarnir séu eins og lamaðir og geta ekki brotið skurnina og drepast því í egginu. Of mikill raki orsakar það að unginn er máttlaus og klístraður og kemst ekki heldur úr egginu og drepst.
Fylgist því vel með þessu hvoru tveggja á útungunar tíma.

 

Gegnumlýsing á eggi.

 

Gott er að gegnumlýsa eggin og  athuga hvort þau séu unguð og komin af stað.
Það er gert þannig að björtu ljósi er er haldið upp að hlið eggsins og kíkt inní eggið hinumegin frá.

Hægt er t.d. að setja peru við annan enda á hólk úr eldhúsrúllu t.d. og setja eggið upp að hinum endanum og kíkja. Þetta er best að gera á 4-5 degi með hvít egg en á 6-7 degi með brún egg.hafið myrkur í herberginu. Þegar kíkt er í eggið  á fjórða degi á að sjást vel inní það og eftið því miðju liggur dökk rönd á ská í gegnum það,þetta er aðalæðin sem hefur myndast,eftir 2-3 daga í viðbót eða á 7-8 degi er kominn lítill dökkur blettur á miðjuna á þessari æð og ef grant er skoðaða bifast hann örlítið til....þetta er hjartað sem er byrjað að slá. Þarna sést að líf er kviknað í egginu og unginn er að myndast.


Farið varlega með eggin,snúið því ekki mikið og alls ekki leggja það harkalega frá ykkur,þið getið slitið æðina við snögg högg og fóstrið deyr.
Fjarlægið öll egg sem ekki er líf í og hendið þeim.


Munið að setja helst ALDREI egg í vélina í misjöfnum tíma,setjið þau öll inn á sama tíma og í einu.Það gefur bestu útkomuna
Hægt er að skyggna eggin aftur á 14.degi og er það góð regla. Munið bara að fara varlega,þetta er lítið og viðkvæmt líf sem þið eruð með í höndunum.
Á 14.degi má sjá þegar kíkt er inní eggið dökkt þykkildi sem sveimar um í egginu og liggja frá þessu margar æðar í allar áttir,þetta er unginn.

Ef þykkildið er hreyfingarlaust hefur unginn drepist og þarf að fjarlægja slík egg strax og henda þeim.
Þessi egg geta úldnað,þau skapa slæmt loft í vélinni og geta orsakað bakteríur sem geta drepið lifandi unga í hinum eggjunum.

 

Síðustu dagarnir.

 

Eftir að eggjunum hefur verið snúið að kvöldi 17.dags má ekki snúa þeim meir og alls ekki opna vélina. Nú er sjálft klakið hafið og tekur það um 3 daga. Aukið rakann í vélinn ef þarf en hann þarf nú að vera lágmark 65% í klakinu.
Fyrstu ungarnir geta komið á 20.degi en flest allir koma þeir 21.daginn.


Ungarnir eiga að vera í 24-36 tíma í vélinni eftir að þeir koma úr egginu.
Þeir koma með hluta af rauðunni í maganum og er hún næring þeirra næsta eina og hálfa sólarhringinn. Á þessum tímapunkti taka þeir ekki vatn eða fóður.


Þeir þurfa að þorna og ná kröftum og gera það á þessum tíma í vélinni.
Eftir einn til einn og hálfa sólarhring eftir að ungarnir koma úr egginu skal setja þá undir fóstru (hitaperu) og láta hjá þeim bæði vatn og ungafóður I.


Nú eru þeir sjálfstæðir,sjálfbjarga og goggunarröðin hefst strax.
Fylgist vel með þeim fyrstu sólarhringana,hvort þeir fari ekki á fóður og vatn og að naflastrengurinn sé ekki opinn eða lafir niður,fjarlægið slíka unga og hafið þá sér.
Þvoið naflastrenginn upp úr vægu spritti til að koma í veg fyrir sýkingu.

 

Að prófa sig áfram eða fikta.

 

Margir sem eiga nokkrar hænur sér til skemmtunar og til heimilisins fá sér litlar útungunarvélar og ætla sér að unga út eggjum undan sínum hænum. Bæði að gamni sínu sem og til að viðhalda stofninum sínum.

 

Þetta getur verið gaman bæði fyrir viðkomandi og ekki síst ef börn eða barnabörn eru á heimilinu en það vill brenna við að fólk afli sér ekki nægilegra upplýsinga um hvernig standa á að þessu og hvernig eigi að meðhöndla ungana þegar þeir koma í heiminn.

 

Betra er að kynna sér allt slíkt fyrst áður en hafist er handa og fá ráðleggingar um ferlið hjá þeim er kunna til verka.Það er of seint að stökkva af stað og fara að hringja og afla sér upplýsinga þegar allt er í óefni komið og ungarnir að koma úr eggjunum,ekkert fóður er til,ekkert pláss fyrir þá,engar hitaperur,engin ílát eða annað sem til þarf og jafnvel langt í næstu verlsun sem selur slíkt og munið að þið eruð að höndla með lítið líf,litla unga sem hafa tilfinningar og eru uppá ykkur komnir með að lifa og dafna og verða stórir og fallegir fuglar hjá okkur þegar fram líða stundir ef vel tekst til og rétt er að málum staðið frá upphafi. Leggjum af alla tilraunastarfsemi og gerum þetta rétt.

 

Gamla og góða spurningin er enn við líði "Hvort kom á undan ....eggið eða hænan.....?

Á móti má líka spyrja...."hvort er betra að byrja og spyrja eða spyrja og byrja....?

Hafið endilega samband ef það er eitthvað sem þið þurfið vitneskju um .

Gangi ykkur vel

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is