Hæna í fóstur !

BYRJUN NÝS LÍFS.

Vilt þú taka í “fóstur” LANDNÁMSHÆNU ?

Afhverju ekki,alls ekki svo galin hugmynd !

Um leið og þú gerir það þá eignast þú fallegan og skemmtiegan fugl.
Fugl sem var í útrýmingarhættu og fæst hvergi annarsstaðar en hér á landi. Þú styður við verndun á þessum fugli og sérð til að hann hverfi okkur ekki. Og um leið styrkir þú og styður við einn af okkar gamla menningararfi sem við eigum. En einn af okkar menningararfi er einmitt húsdýrin okkar og okkur ber að varðveita hann og vernda. 
Skoðaðu heimasíðuna og kynnstu fuglinum,taktu einn eða fleiri í fóstur og styddu við ræktun og björgun á íslensku Landnámshænunni. 
Slóðin á síðuna er www.landnamshaenan.is þar er að finna allt það helsta sem snýr að fuglinum. 
Vegna fyrirspurna frá mörgum aðilum hef ég ákveðið að bjóða fólki sem langar til að “eiga” íslenska Landnámshænu en hefur ekki tök á að hafa hænuna hjá sér vegna aðstæðna,getu eða einhvers annars að taka hænu í “fóstur” hjá mér.
Hænu sem  þú  “átt” hjá mér og færð eggin úr. Þú borgar hænuna sjálfa og fóðrið hennar í eitt ár  og  ég hugsa um hana,el hana upp fyrir þig og þú færð arðinn úr henni í 11 mánuði  á árinu sem gerir allt að 220 egg á ári  til þín eða um 20 egg á mánuði sem gerir 1 kg.af eggjum.

Hænan skiptir um fiður í ágúst/ September og fellur þá varp niður um tíma.

Þess vegna skilar hún eggjum í um ca.11 mánuði en ekki 12 á hverju ári en þú færð egg í 12 mánuði samt.

Hver eggjabakki kostar 1000 kr og andvirði eggjanna er því 21.600 kr fyrir 12 mánuðina.
Þú átt alltaf til vistvæn og fersk egg fyrir þig og þína og þú getur hvort sem er notað þau til heimilisins eða gefið þau til vina og vandamanna í skemmtilegar tækifærisgjafir nú eða bara selt þau.
Eggin koma mánaðarlega og þú ert látin vita af þeim með tölvupósti og þú sækir þau á ákveðin stað og þau verða alltaf ný og fersk.
Þú getur líka afþakkað að fá eggin ef þú vilt,það er engin skilda að taka þau og tekur þá hænu án arðs í fóstur en ert auðvitað samt sem áður að bjarga menningar arfi, styðja við ræktunina og forða Landnámshænunni frá því að hverfa okkur. Svo markmiðið er og verður það sama og tilgangurinn sá sami. Þú getur líka tekið hluta af eggjunum ef þú vilt frekar en 
það verður þá bara samkomulagsatriði okkar á milli.
Hænunni sem þú tekur í fóstur gefur þú sitt eigið nafn,hún verður merkt þér  og heldur sínu nafni alla tíð. Þú mátt koma allt að 3 sinnum á ári til að skoða og heimsækja þína hænu eða eftir nánara samkomulagi og við finnum út hvenær þér hentar að koma við.

Með heimsóknir er allt opið en þær þarf að ákveða með fyrirvara við ræktanda og fara þær fram frá marslokum til október loka á hverju ári.
Þú mátt halda á hænunni og verja tíma með henni,skoða hvernig hún býr og sérð hvernig hún hefur það.
Þú velur þér unga hænu annað hvort hér á staðnum eða eftir myndum sem ég sendi þér og þú færð fréttir af henni á mánaða fresti um leið og þú verður látin vita af því að eggin séu komin í bæinn og þú færð líka jólakort frá henni.

Þér er líka alltaf velkomið að hringja eða senda tölvupóst ef  það er eitthvað sem þú vilt vita.
Þér verður boðið uppá kaffi og heimabakað og skemmtilegt spjall í leiðinni….ef þú kemur hingað og velur hænuna sjálfu/r nú eða þegar þú heimsækir hana.
Er ekki líka alltaf gaman að kíkja í sveitina svona við og við?
Hér fyrir neðan sérðu hvað þú ert að borga fyrir svo ekkert fari á milli mála og eins kemur það fram í skilmálum í samningnum sem gerður verður okkar á milli ef þú fóstrar Landnámshænu.
Hænan kostar 6500 kr enda velur þú hænu sem er orðin 20 vikna gömul og ég er búinn að ala upp fyrir þig frá upphafi..20 vikna gömul er hún líka að hefja sitt varp svo þú færð arðinn strax.
Fóður þarf hún og hún þarf um 120 gr.á dag sem gerir um 44 kg á ári.
Kílóið kostar í dag 131 krónur sem gerir þá  5.764 kr á ári og hænan verpir vel á sínu fyrsta ári  eða  eins lengi og fóstur tíminn stendur og þú færð arðinn frá henni.
Það geri því 1 x 5.764 kr sem er fyrir fóður í hænuna þín í eitt ár.
Svo hænan sjálf og fóður í hana í eitt ár gera því  12.264 kr. og eggin gera samtals 21.600 kr.

mismunur á kostnaði og samningverði er því 8.864 kr. sem er þinn gróði á árinu. Svona lítur dæmið út en 12.264 og 21.600 kr gera því samtals 33.864 kr,þú greiðir 25.000 kr og mismunurinn er því 8.864 kr eftir árið til þín

Þú fengir ekki  8.864 kr í vexti eftir eitt ár ef þú geymdir 25.000 kr ínná reikning í banka.

Að taka hænu í fóstur kostar því samtals 25.000 kr fyrir allt tímabilið og bætist enginn kostnaður ofan á þetta verð,engin sendingar kostnaður og engar hækkanir á timanum.
Fóðurpokinn hefur t.d. hækkað mikið undanfarin ár og hækkar enn.
Laun tek ég engin og hugsa um hænuna  sem væri min eigin hæna.

Svo þú færð á þessum tíma til baka það sem þú borgar í upphafi við að taka Landnámshænu í fóstur. 
Hún fær afganga úr bænum,gott,bjart og hlýtt húsaskjól,góða umönnun,fersk vatn og gott fóður daglega og fær að vera úti þegar hún vill og eða getur vegna veðurs. Líf hennar breytist sem sagt ekkert,þú bara fóstrar hana og ég hugsa vel um hana.
Eftir að samnings tímanum líkur “átt” þú þessa hænu hjá mér áfram þó þú fáir ekki arð af  henni lengur en hún er búin að borga sig upp til baka á þessum tíma .Og vel það. Þú færð því áfram fréttir af þinni hænu.
Þú getur endurnýjað samningin ef þú vilt og hefur áhuga og valið þér nýja hænu og “átt” þá tvær Landnámshænur hér hjá mér. Og önnur gefur arð eða þú getur einfaldlega framlengt gamla samningnum og haft þín fósturhænu áfram ef þú vilt það frekar.

Og þú ert líka og ekki hvað síst að styðja við ræktun og verndun á Landnámshænunni og koma í veg fyrir að hún deyji út.
Sem sagt…..með því að taka hænu í fóstur bjargar þú henni frá útrýmingu,styður við ræktun á henni,heldur í gamlan  menningararf og átt alltaf til nóg af ferskum og vistvænum eggjum.
Ekki svo galin hugmynd eða hvað?

Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhuga á að taka Landnámshænu í fóstur.

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is