Hænan og haninn.

 

Kynning á stofninum.

 

Íslenska hænan eða Landnámshænan (Haughænan eins og hún var alltaf kölluð) er talin hafa borist til landsins, ásamt öðrum búsmala með Landnámsmönnum á Landnámsöld eða á 10. öldinni og hefur fylgt okkur og verið okkur til nytja og ánægju allar götur síðan.

 

Til gamans og fróðleiks má geta þess að samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru með blóðtöku úr nokkrum fuglum,þá eru um 78 % af erfðaefnum íslensku Landnámshænunnar ekki til í öðrum hænsnategundum í heiminum svo hún er þó nokkuð hrein ennþá.Skiptir því miklu fyrir okkur að blanda hana ekki öðrum stofnum og rækta hana áfram eins hreina og við getum.

 

Þetta er jú einn af okkar menningararfi sem okkur ber a ðvarðveita og ef við töpum þessum stofni frá okkur,þá getum við ekkert gert,við fáum stofninn hvergi annarsstaðar frá. Og þá er stofninn glataður okkur fyrir fullt og allt eins og Geirfuglinn forðum. Þá má einnig til fróðleiks og gamans geta þess að í þessari rannsókn kom fram að ísraelska Bedúína hænan er skildust okkar Landnámshænu,svo skrítið sem það nú er en vitað er að maðurinn fór frá Miðjarðarhafslöndum hér áður fyrr og norður eftir Evrópu og hafði með sér búsmala á nýjar slóðir.

 

Landnámshænan hefur borist til norðurland þaðan með manninum og með Víkingum hingað yfir á sínum tíma. Hér hefur svo stofninn einangrast að hluta til og haldið sínum erfðaefnum í gegnum tíðina.Þó hefur einhver blöndun átt sér stað í gegnum tíðina.

Lýsing á fuglinum.

 

Íslenska Landnámshænan er frekar smávaxinn fugl (telst meðalfugl að stærð)miðað við margar aðrar hænsnategundir úti í heimi en er mjög harðgerð og dugleg. Hún er virkilega skemmtileg og litskrúðug og má sjá og finna mjög marga liti og litasamsetningar í stofninum, bæði einlita, tvílita og marglita fugla og hefur hver fugl eða einstaklingur sín einkenni og sinn "karakter" alveg eins og öll önnur dýr og við mennirnir líka .

 

Og það er virkilega gaman að fylgjast með því þegar nokkrir eða margir fuglar eru saman í hóp. Fuglinn er mannelskur og hænist vel að manni og auðvelt er að temja hann og kenna honum ýmislegt. Og hænsni er hægt að temja eins og alla aðra fugla og dýr. Það fer bara eftir því hvað maður er duglegur, opinn fyrir því og nennir að eyða löngum tíma í það. Hafa ber samt í huga að fara að öllu með gát og fara alltaf rólega að fuglunum, eins og öllum öðrum búsmala sem við höfum undir höndum.

 

Hávaði og læti kvekkir þá og hræðir eins og öll önnur dýr. Og athugið að hænan getur goggað fast í mann svo að úr blæði og hanarnir geta rifið illa og meitt með sporunum ef þeir ná að beita þeim.

 

Farið því varlega og passið vel börn, sem eru nálægt fuglunum. Athugið að þegar hendi er rétt að fuglinum getur hann goggað illa þar sem hann telur að verið sé að gefa honum eitthvað og hanar geta gert árás af sama tilefni þar sem þeim finnst þeim kannski ógnað,með öðrum orðum,fuglinn getur miskilið af hverju hendi er rétt að honum. Þetta hefur ekkert með grimmd eða illsku að gera. Gott er að hafa þetta í huga ef börn eru hjá eða í kringum fuglana.

Hegðun fuglanna.

 

Hænan er dugleg að bjarga sér og fer út í næstum hvaða veður sem er nema þá helst ef það er mikill skafrenningur og frost. Hænsnin skipta sér niður eftir virðingarstiganum, einn hani ræður öllu, svo kemur annar og svo koll af kolli , ef þeir eru fleiri en einn. Sama gildir um hænurnar og geta þær átt það til að fljúgast á ekki síður en hanarnir. Fuginn er forvitinn og oft er hann heimtufrekur við eigandann.

 

Sé hendi eða fingri rétt að fugli þá goggar hann á móti því hann heldur að verið sé að gefa sér eitthvað,þessi hegðun hefur ekkert með illsku eða grimmd að gera. Fuglinn er sífellt að leita eftir einhverju nýju að éta eða kroppa og er aldrei kyrr og hann heldur að verið sé að rétta honum eitthvað.

 

Passið börn ef þau eru með ykkur þegar þið eruð hjá fuglunum og látið börn aldrei vera ein hjá fuglunum. Fuglinn getur goggað í barnið af forvitni þar sem það stendur og á sér einskis ills von og sært það bæði á höndum eða í andliti. Höggið er kannski ekki öflugt en þó getur það verið nóg til að það komi skinnspretta þar sem húð barna er bæði þynnri og viðkvæmari en á fullorðnum.

 

Ef barnið verður fyrir höggi frá fugli getur það kostað það að barnið verði hrætt í langan tíma við fuglana og fæst ekki til að vera í kringum þá . Annað er að að ef högg frá fugli fer í augað á barni er hætta á að barnið slasist illa ,augað skemmist eða særist illa. Hvass goggur getur skemmt bæði sjónhimnuna,augasteininn eða himnuna í auganu og þarf ekki mikið högg til þess. Svo hafið börnin hjá ykkur ef þið takið þau með í húsið til fuglanna.

 

Særist barn á húð vegna þess að fugl hefur goggað í það er í flestum tilfellum nóg að hreinsa sárið vel með volgu vatni og sótthreinsa það með spritti á eftir. Hverfandi líkur eru á því að barnið fái sýkingu í sár sem kemur eftir gogg nema þá að fuglinn komist í opna rotþró eða slíkan óþverra og sé nýkominn þaðan,þá geta verið bakteríur á gogginum sem fara í sárið. Sótthreinsun ætti þó að drepa allt slíkt niður .

 

Athugið að hænur eru ekki tenntar en nota fremsta hluta goggsins þegar þær höggva og grípa þá í smá nabba á skinninu t.d. og snúa uppá um leið. Þetta gerist hratt og á sekúndu broti . Vegna þessa geta þær skaðað illa viðkvæma húð. Svo nái fugl að höggva í barn og það kemur lítið sár sem blæðir úr á að vera nóg að skola sárið vel og sótthreinsa það vel á eftir með spritti. Stífkrampasprauta er óþörf þar sem fuglinn bítur ekki og er ekki tenntur,hún á aðeins við þegar dýr eða menn bíta aðra þar sem tennurnar í þeim fara í gegnum húðina og miklar bakteríur eru í munnvatni hjá mönnum og dýrum en bakteríurnar fara þá í sárið af tönnunum og geta valdið sýkingum .

 

Pössum börnin,látum þau aldrei vera ein hjá fuglunum,sérstaklega ekki lítil börn. Við vitum líka að oft fylgir bæði hávaði og læti börnum og það getur kvekkt fuglana,gert þá hrædda, reiða eða æst þá upp. Umgöngumst fuglana með varúð og rólegheitum .

Hænur eru grimmir fuglar að eðlisfari og hver einstaklingur verður að sjá um sig, annars lifir hann ekki af. Gildir þetta víst um alla,ekki bara hænsfuglana. Og fuglinn ver sig ef hann þarf þess,bæði með goggi,vængjum og sporum.Hver fugl verður að berjast fyrir sínu og sínum sess innan hópsins og tekur maður fljótt eftir hver ræður hjá báðum kynjum. Goggunarröðin er nefnilega líka við líði hjá hænunum eins og hönunum.

 

Þessi sífelda barátta kallast goggunarröðin og er alþekkt meðal fugla og dýra (hjá okkur mönnunum líka) .Þessi hegðun er því eðlileg hjá fuglunum en svo eru til fuglar sem aldrei eru til friðs og láta hina ekki í friði í nokkra stund. Kallast þessir fuglar "Böggarar" og best að fjarlægja slíka fugla strax,þeir verða aldrei til friðs í hópnum. Munið bara að ef vart verður við illa hegðun, mikla áreitni og ófrið, fjarlægið þá viðkomandi fugl úr hópnum. Hægt er að minnka skaðann ef mikið áreiti er í hópnum af einum fugli sem sífellt gengur á milli og heggur í aðra fugla í hópnum og það er gert með því að klippa framan af gogginum á viðkomandi. Goggurinn er líka oft klipptur ef hænur gera mikið af því að höggva mann þegar egg eru tekinn undan þeim,þetta má líka gera ef vart verður við að hæna heggur í eggin til þess eins að éta þau en það kemur stundum fyrir og getur orðið vandamál.

 

Ef hæna byrjar á þessu er afskaplega erfitt að fá hana til á hætta þessu og verður í flestum tilfellum á láta fuglinn. Ef stytta á eða klippa gogginn skal taka fuglinn undir hendina og halda höfðinu alveg graf kyrru og klippa nokkra millimetra framan af efri og neðri hluta goggsins en fara verður varlega til að blóðga ekki fuglinn,betra er að taka minna en meira. Sama gildir um klærnar,þær þarf oft að stytta ef fuglinn er ekki nógu duglegur að vera úti við og krafsa og róta. Þá lengjast klærnar,verða bognar og geta háð fuglinum á gangi og í hreifingu. Takið um 1/3 af klónum í fyrstu og ef ekki mótar fyrir blæðingu takið þá aðeins meira en farið varlega við þetta svo fuglinn heltist ekki.Hann getur helst illa ef blæðir úr klónum og tekur þá nokkra daga að jafna sig.

 

Hænan er duglega að verpa og byrjar varp um 5 - 6 mánaða gömul en vitað er að hænur fari að verpa strax um 4 mánaða gamlar,þetta er bara misjafnt eftir einstaklingum og þroska.Og hænan skilar sínu vel fram á þriðja ár en eftir það fer að draga úr varpinu.Hver hæna ætti að geta skilað um 280-300 eggjum á ári fyrstu rúml.tvö árin en hænan gerir stopp á varpinu síðsumar á hverju ári á meðan hún skiptir um fiður en það ferli hefst yfirleitt í lok ágúst og fram eftir september/október eða svo.

 

Varp ætti að byrja aftur þegar fiðurskiptunum er lokið ef hænurnar hafa ljós í mesta skammdeginu þó það dragi alltaf eitthvað úr varpinu yfir mesta skammdegið en varp á ekki að hætta eða liggja alveg niðri þó það sé skammdegi.Á þriðja árinu fer að draga mikið úr varpinu. Varpið fer svo niður í egg annan hvern dag,svo minkar það meir og meir og fer alveg niður í eitt egg á viku eftir því sem fuglinn eldist .

 

En það koma samt eitt og eitt egg fram eftir aldri. Margir hafa þó hænurnar sínar áfram þó þær hætti að verpa reglulega, sér til skemmtunar og yndisauka og vitað er að margar hænur hafa náð háum aldri. Hér ver til dæmis ein á Tjörn sem var orðin 14 ára gömul og löngu hætt að verpa, hún bara var hér sem ellilífeyrisþegi og hafði það gott og vappaði um eins og gömul maddama. Og engin ætlaðist til þess að hún skilaði eggi lengur. Það skal tekið fram að sú gamla kvaddi sl.haust,södd lífdaga sinna blessunin.

Illir eða grimmir hanar !

 

Illska er til í öllum,bæði mönnum ,dýrum og fuglum og hver þekki ekki til að hafa heyrt talað um mannýg dýr t.d. nautgripi,sauðfé og hesta? Hanar geta verið mannýgir líka og oft mjög illir og hættulegir og skaðað menn, aðra fugla og dýr, bæði með gogginum,vængjum og sérstaklega sporunum. Oftast byrjar þetta þegar haninn er um 6- 8 mánað gamll eða þegar hann er orðinn vel kynþroska og þessi hegðun byrjar mjög rólega svo fólk varar sig ekki á þessu eða einfaldlega skilur ekki hvað er í gangi og í uppsiglingu. Haninn byrjar oftast á því að ygla sig við þann sem hirðir hann eða þá sem nálgast hann og hænu hópinn en gerir ekkert kannsk í fyrstu en þetta hleður uppá sig smátt og smátt. Haninn verður meira ógnandi,stekkur að viðkomandi,gerir sig allan úfinn en fer frá. En svo kemur að því að hann fer alla leið og ræðst á fætur viðkomandi eða jafnvel stekkur upp og lendir framan á þeim er verður fyrir þessu.Þegar svona er komið er friðurinn úti og haninn gerir ekkert annað en að auka þetta.

 

Takið slíka hana strax frá og lógið þeim. Aldrei ætti að hafa slíka fugla í hópnum og aldrei að unga út eggjum sem eru frjó eftir þá og alls ekki á heimilum þar sem börn eru eða koma oft á . Þessi hegðun getur verið til í öllum en misáberandi samt. Mjög illur fugl er hættulegur fugl. Og athugið að þetta getur verið genatengt líka svo setjið ekki á unga undan svona fuglum ef þið viljið vera nokkuð örugg um að ala ekki upp illa fugla eða fugla sem hætt er við að verði illir. Ef hani á heimilinu verður illur þýðir ekkert að taka á móti honum,hann verður verri fyrir bragðið og fer að líta á viðkomandi sem óvin sinn og ógnun og eflist við það ef eitthvað er. Margir hafa tekið að sér hana þegar hann er enn ungi og látið mikið með þann fugl,spekt hann og látið mikið eftir honum,hafa haft hann sem nokkurskonar gæludýr en það skilar heldur engu þegar fram líða stundir ef haninn hefur illskuna í sér,spakur hani getur ekkert síður orðið illur en hani sem ekkert er látið með eða hani sem er aðkominn á heimilið.Og þessi hegðun byrjar skyndilega.

 

Hani sem er orðin 8 mánaða gamall eða eldri og hefur alla tíð verið til friðs gerir sig einn daginn ógnandi við þann sem hirðir um fuglana og þetta eykst með hverju deginum og skyndilega gerir hann árás. Hann ýfir sig allan og hleypur illilegur í átt að vikomand og stoppar en það kemur að því að lætur til skarar skríða og fer alla leið. þá hoppar hann upp og ræðst á vikomandi og beitir bæði gogg,vængjum og sporum. Þetta gerist allt á sekúndibroti og geti haninn beitt sporunum getur hann skaðað illa. Þegar hann beitir sporunum þá glennir hann út fæturnar til beggja hliða,um leið og hann stekkur upp og rekur svo sporana í fórnarlambið,stingur þeim inn og rífur niður úr,þetta gerist allt hratt og bara á nokkrum sekúndum svo varla er hægt að sjá þetta en það er líka orðið of seint,skaðinn er skeður. Ef 3 einstaklingar stilla sér upp fyrir framan illann hana ,barn,unglingur og fullorðinn þá ræðst haninn alltaf á barnið,athugið að hann fer alltaf fyrst á lægsta punktinn.

 

Til gamans má  geta þess að ég hef verið að gera nokkrar tilraunir með illa hana svona til að reyna að finna út hvað veldur þessari hegðun og jú skyndilegu breytingu hjá gæfum fugli.
Margir hafa haft samband  við mig vegna illra hana og er þeim ráðlagt að farga fuglinum strax. Þó hef ég boðið nokkrum vegna þessarar tilraunar að skipta á hönum, viðkomandi fær  þá ársgamlan gæfan hana  frá mér og ég  tek illa hanann heim.


Hér er hópurinn það stór og hanarnir margir að illi aðkomu fuglinn hefur um nóg annað að hugsa en að ráðast á hirðirinn. Þetta hefur gefist vel enn sem komið er. Hér eru 4 hanar sem teknir voru heim og voru mjög illir hjá fyrri eigendum. Þetta var sannreynt þegar farið var til viðkomandi að skoða fuglana. Hanarnir réðust allir af mikilli illsku á mig  um leið og ég  kom að hópnum en hér eru þeir eins og ljós má segja. Þeir hafa aldrei sýnt neitt hér en eru heldur ekkert sérstaklega spakir,heldur ekkert hræddir en reyna ekkert og sýna ekkert......enn sem komið er allavega. Tveir af þessum hönum komu sl.vor,einn í haust og annar nú í janúar.Þeir eru að hamsst við að komast upp virðingarstigann,flýja suma hanana  en eru í lagi með öðrum,þeir eru úti á daginn með nokkrum hænum og hafa ekkert skipt sér af hirðinum  hingað til.

 

Einn af þessum hönum sem tekinn var hingað var það illur að barist var í orðsins fyllsu merkingu í góða stund við hann áður en hann var tekinn og settur í kassa enda gaf hann ekkert eftir og gerði hverja leiftur árásina á fætur annari. Hann kom sl.haust og hefur ekkit sýnt neina illsku enn en tímin mun svo leiða í ljós hvað verður.


Niðurstaðan í þessari tilraun  með þessa tilteknu hana er því sú  að haninn er illur  ef hann er einn með litlum hóp af hænum og er að vernda sitt og sína. Honum finnst hann einfaldlega standa ógn af eiganda eða hirðinum og verður því viðskota illur,þetta er jú hans vörn.Þegar hann svo kemur í stóran hóp af hænum og hönum eins og hér er þá hefur hann um nóg annað að hugsa en eigandann/hirðirinn. Hann er að hugsa um virðingarstigann,hænurnar og hina hanana. Það verður gaman og fróðlegt að fylgjast með þessu þegar fram líða stundir.


Eins og áður hefur komið fram hef ég bara verið að gera þessa tilraun til að vita hvort hægt sé að finna eitthvað sérstakt sem veldur þessari illsku eða hegðun hjá sumum hönum og öðrum ekki og virðist sem svo að haninn er ráðríkari og verri ef hann er einn með litlum hóp af hænum frekar en ef hann er með stærri hænsnahóp og fl.hönum.Það virðist sem svo að hann hefur um annað og meira ð hugsa innan um stærri hópinn og fleiri hana en ef hann er einn með sínmu litla hænuhóp en við sjáum hvað verður.


Ég mæli samt alls ekki með því að fólk sé að halda illan hana og gera tilraunir með þá,allra síst ef börn eru eða oft á heimilinu.Þessir hanar sem ég tók hingað heim í þessa tilraun geta gert árás einn góðann veðurdag,maður hefur enga tryggingu fyrir því að þéir verði góðir áfram. Fargið skilyrðislaust illum hana.

 

Hægt er að stytta sporana á hana ef þeir eru orðnir of langir og honum til trafala. Nota þarf góða ogvel beitta töng til þess og er tekið allt að 2/3 af sporanum,lítil hætta er á blæðingu þar sem sporinn er úr heilu beini en það þarf að gera þetta með einu handtaki svo ekki flísist úr sporanum eða hann jafnvel springi eftir endilöngu upp að fætinum....athugið að töngin sem notuð er verður því að vera vel beitt .Einnig er hægt að stytta gogginn ef þarf en það er t.d. oft gert ef hani tekur uppá því að höggva í mann enda geta þeir meitt illa þar sem höggið er bæði fast og snöggt,sérstaklega er börnum hætt á að meiða sig ef þau er höggin.

 

Hænsni höggva alltaf til manns ef maður réttir að þeim hendina en það er ekki til marks um að viðkomandi fugl sé illur eins og margir halda,fuglinn heldur einfaldlega að verið sé að rétta honum eitthvað til að éta. Þetta á sérstaklega við um fugla sem vanir eru að eigandi/hirðirinn sé að rétta þeim brauðmola eða eitthvað slíkt úr bænum.

Hænan byrjar varp.

 

Hænan byrjar varp á fimmta til sjötta mánuði en það er misjafnt eftir þroska og einstaklingum og er vitað um að hænur hafi byrjað varp um 4 mánaða gamlar. Flestir/allir fuglar eru þó byrjaðir sex mánaða gamlir að verpa og skila sínum eggjum alveg þar til þeir skipta um fiður en þá kemur stutt hlé á varpinu og byrjar það svo aftur eftir um 3-4 vikur .Hænan verpir í flestum tilfellum eggi á dag í vel rúmlega 2 ár eftir að varp hefst og margar hverjar lengur.Uppúr þriðja ári fer svo varp að minnka en 3 ára gömul hæna skilar alltaf nokkrum eggjum á viku og 4 ára gömul hæna getur vel skilað 3-4 eggjum á viku ef hún hefur gott fóður og aðbúnað.

 

Eldri hænur verpa svo um 2-3 þremur eggjum á viku í nokkurn tíma og það er algengt að 6-7 ára hænur verpi nokkrum eggjum á mánuði. Það er gömul trú og saga að hægt sé að sjá það á kambi hænunnar hvort hún sé í varpi eða ekki.Fölur kambur á að segja til um að hænan sé ekki að verpa og fallega rauður kambur á að segja til um að hænan sé í varpi.Þetta er ekki rétt og hefur ekkert með lit á kambinum að gera hvort hæna sé í varpi eða ekki. Litur á kambinum er bara einstaklings bundin og liturinn á kambinum dofnar alltaf með aldrinum.

 

Ef fólk hefur áhuga á að athuga hvort hænur séu í varpi er besta leiðin sú að þreyfa fuglinn. Þetta er gert með því að taka upp viðkomandi fugl og hafa hann undir handleggnum(handarkrika) ,snúið fuglunm þannig að stélið snúi fram og hausinn aftur. Þreyfið aftan á fuglinn og finnið tvö bein(mjaðmabein) sem standa áberandi út fyrir ofan eggjaopið. Leggið fingur flatan á milli þessara beinaog athugið bilið á milli beinanna.

 

Ef þetta er þröngt og þið komið varla eða ekki fingri á milli beinanna er fuglinn örugglega ekki í varpi Ef þið komið fingrinum léttilega á milli beinanna og jafnvel tveimur fingrum þá er fuglinn í varpi. Þetta er má segja eins og útvíkkun við fæðingu,því meira bil sem er á milli beinanna því betra og fuglinn er í varpi,því þrengra sem er á milli beinanna þá er það augljóst að viðkomandi fugl er ekki í varpi. Munið að nota einnota hanska þegar þetta er gert vegna baktería og sýkingarhættu. Þíð eruð jú að þreyfa fuglinn á því svæði sem flestar bakteríur dafna á og í.

Hæna með unga.

 

Íslenska hænan er hin besta móðir, er viljug og hörð að liggja á og unga út og ver sig og sína af krafti og oft af mikilli hörku. Hæna sem er með ný klakta unga hikar ekki við að fara í mann ef henni finnst sér ógnað með ungana,athugið það vel ef börn eru nálægt.

Það er gaman að fylgjast með hænunni fara af stað með unghópinn sinn úr hreiðrinu og sjá hvað hún hugsar vel um þá og ekki skemmir heldur fyrir að ungarnir eru ekki allir gulir heldur alla vega á litinn.

 

Munið bara að ungarnir eru ekki leikföng fyrir börn,þetta eru lifandi og litlar viðkvæmar verur. Og ber að meðhöndla þá sem slíka. Athugið að hæna sem kemur með unga þarf að vera sér í húsinu til að byrja með og það þarf að hafa skjól fyrir ungana sem þeir geta flúið undir þegar búið er að sleppa þeim saman við hópinn um 3-4 vikna gömlum eða svo. Aðrar hænur geta drepið ungna ef þeir komast ekki í skjól frá þeim.

 

Skjólið þarf að vera þannig að ungarnir komist í það en ekki fullorðnir fuglar.

Haninn og hegðun.

 

Haninn er húsbóndinn í hópnum,ræður öllu og sýnir það óspart og ef það eru fleiri en einn hani þá flokka þeir sig niður. Einn er alltaf áberandi og númer eitt,svo kemur númer tvö,svo þrjú og þannig koll af kolli en alltaf lendir samt einn í neðsta sæti og oft verður hann fyrir einelti. Þetta er hægt að sjá á þeim fugli sem alltaf er á flótta ef hann fer niður af priki að degi til,eða hann hangir uppá priki allan daginn en kemur niður til að fara í fóður og vatn eftir að hinir eru sestir upp á kvöldin. Þessi fugl er sá sem er neðstur í goggunarröðinni (virðingarstiganum) og er alltaf á varðbergi,var um sig og hræddur. Hegðum fuglanna er um margt skrítin og mikið er um áreiti og stress hjá þeim.þetta er þeim eðlilegt frá náttúrunnar hendi. Það er gaman og fræðandi að fylgjast með hegðun þeirra og sérstaklega ef það eru margar hænur og nokkrir hanar.

 

Hver hani helgar sér sitt svæði þegar fuglarnir eru úti við og er þar með sýnar "spússur"oftast 6-8 hænur og svo virðist sem hann marki sér svæðið og er á vappi þar á daginn og fylgist með.Þar fyrir utan er næsti hani með sinn flokk og ef hann fer yfir á svæði hins þá byrjar eltingarleikur og bardagi þar til annar flýr og gefur eftir. Eða hann fer til baka á sitt svæði. En það er ekki allt fallegt við þetta og stundum kemur fyrir að fugl er svo slasaður að hann verður að deyða eða fuglinn er jafnvel drepinn af hinum fuglunum.Þetta kemur fyrir hjá báðum kynjum og ef fugl deyr inni t.d. yfir nóttina þá er hann oftast nær plokkaður,sérstaklega í kringum eggjaopið og þá er étið innan úr honum innyflin Þetta er ljótt en kemur fyrir. Þetta kallast "caninbalismi"og er þekkt fyrirbæri hjá öllum tegundum,ekki bara fuglum.

Litlir ungar eiga það meira að segja til að leggja einn unga í einelti og ganga frá honum dauðum og sama gera kjúklingar.

Ef fugl særist þá takið hann sér,spreyið hann með bakteríudrepandi og sótthreinsandi og hafið hann sér þar til hann er gróinn.

 

Eins og áður kom fram þá er haninn húsbóndinn og stjórnar hænunum.Ef fólk fylgist með fuglunum úti við þá er auðvelt að taka eftir hvernig haninn vaktar allt og stjórnar.Hann kallar á hænurnar með sérstöku hljóði ef hann finnur eitthvað nýtt sem er ætt,hann notar annað hljóð ef hætta steðjar að og þá þyrpast hænurnar inní hús um leið og haninn gefur frá sér hættu merkið.Eins þjappast þær í kringum hann þegar hann gefur frá sér viðvörunar hljóð.Öll þessi hljóð eru mismunandi og er fljótlegt og auðvelt að læra á þau og þekkja þau.Sérstök hljóð notar haninn ef hann vill gera sig til við hænu og hann fær sitt alltaf fram,ef ekki með góðu þá með illu.

 

Mörgum finnst þetta ekki fallegt að sjá en svona er eðlið og lífið og við breytum því ekki.Ef hænan leggst ekki niður af fúsum og frjálsum vilja þegar haninn byrjar að dansa í kringum hana(en það gerir hann með því að breiða niður annan vænginn,gefur frá sér sértök hljóð og dansar í kringum hænuna)þá rífur hann í hana,oftast nær í hnakkafjaðrirnar,heldur henni og fer á bakið á henni og líkur sér af.Þá skrækja þær oft mikið en hætta um leið og haninn fer af þeim.

 

Ef það eru fleiri en einn hani í hópnum er ekki ólíklegt að hinir komi líka og vilja fá sitt. Oft endar það með því að 3-5 hanar koma fram vilja sínum á einni og sömu hænunni.Það er leiðinlegt fyrir óvana að horfa á þetta en þetta er eðli fuglanna og þetta er bara svona.Það er ekkert við þessu að gera.Viltir fuglar haga sér svona líka

Munið bara að haninn er húsbóndinn og stjórnandinn og hann sýnir það óspart.

 

Að gefnu tilefni þá vil ég einnig taka það fram þar sem sá útbreyddi miskilningur er til staðar að hanar verða ekki ófrjóir tveggja og hálfsárs gamlir eða eldri, eins og annað karlkyns þá heldur haninn öllu sínu, þar með talinni frjóseminni eins lengi og hann lifir og hann er því frjór allt sitt líf. Hænan sjálf eins og annað kvenkyns minnkar jú varp með aldrinum og frjósemin í henni dofnar eftir 5 ára aldur,hún bæði verpir sjaldnar og hefur sjaldnar egglos þar til það hættir alveg sökum aldurs.Sjaldgæft er að gömul hæna verpi frjóu eggi en það er ekki hananum að kenna. Þarna er eins og oft áður, náttúran að sjá um sitt. Það er því ekkert því til fyrirstöðu ef fólk er að endurnýja fuglana hjá sér vegna aldurs og vill halda eftir hananum sínum ef hann er prúður og fallegur að gera það þó það endurnýji hænurnar. .Gamall hani kemur að gagni og frjóvgar ungar hænur ekkert síður en ungur hani.

Virðingarstiginn og auka hanar.

 

Það er vel hægt að hafa fleiri en einn hana í hópnum og ef til er hani á heimilinu og það kemur einn eða fleiri hanar í viðbót má hafa þá saman. Fylgist bara vel með þeim fyrstu vikurnar. Búast má við að mikið áteiti eigi sér stað í fyrstu og blóðug slagsmál en sjaldgæft er að hanar gangi frá hvor öðrum dauðum í bardaga.

 

Þó getur það gerst ef margir hanar taka einn hana í gegn.Sá hani sem fyrir er þarf að berjast fyrir sæti sínu og það er ekkert víst að hann haldi því ef hann gefst upp eða hopar fyrir aðkomu hana. Hanarnir munu berjast um yfirráðin og einn endar á topnum,svo kemur númer tvö og svo koll af kolli (fer eftir fjölda hananna).Búast má einnig við að það blæði bæði úr sepum og kambi en það grær fljótt þegar búið er að raða í virðingarstigann. Ekki fjarlægja særðan hana í burtu ef hann er hress og sér ekki mikið á honum því þá mun allt byrja uppá nýtt þegar hann er settur saman við hópinn aftur. Best er leifa þessu bara að hafa sinn gang og taka sinn tíma og allt jafnast út í lokin. Fjarlægið aðeins fuglinn ef hann er helsærður eða gefst alveg upp og liggur bara úti í horni og hinn haninn eða hinir hanarnir standa yfir honum og þjarma að honum.

 

Ef það hendir er þýðingarlaust að setja þann fugl saman við aftur seinna,hann verður drepinn. Hegðun hananna við hvorn annan getur verið ljót og vægðarlaus og víst lítið við því að gera en drottnunargirnin og virðingarstigin ræður öllu þar um. Ef margir hanar eru saman í húsi og engar hænur hjá þeim þá gengur valdabáráttan svo langt að þeir hanar sem verða undir í virðingarstiganum eru notaðir af þeim er öllu ráða til að svala kynhvötinni á og má sjá þá hana sem öllu ráða troða þá sem undir eru eins og þeir séu hænur. Þetta gera þeir til að halda völdum og halda hinum hönunum niðri og er meiningin með þessari hegðun að gera hina að algjörum undirlægjum.

 

Ef þessir hanar væru frjálsir úti við þá myndu þeir sem eru undir í virðingarstiganum(goggunarröðinni) verða reknir frá hópnum en þar sem þeir eru lokaðir saman í húsi er þessi leið farin til að halda hinum niðri. Hér er enga miskun að fá og sést hefur að 5-6 hanar sem ráða öllu , troða einn og sama hanann hver á fætur öðrum . Sá hani liggur niðri og skrækir mikið á meðan þessu stendur og flýr svo uppá prik eða í var þegar hann losnar frá "einræðisherrunum".

 

Flýi haninn sem undir er útí horn og kúrir sig þar niður fara hinir allir að honum,standa yfir honum og höggva ótt og títt í hann þar sem hann liggur. Ef ekki er gripið inní þarna geta "drottnararnir " drepið þann hana sem kúrir sig niður með höggunum. Þegar svona er komið fyrir einhverjum hana er nærri ómögulegt að hafa hann áfram innan um hina hanana,hann er endanlega búinn að gefast upp og mun alltaf vera á flótta undan þeim,bæði úti og inni. Hann kenmst seint eða illa í fóður og vatn og mun aldrei hafa frið eða kjark til að sinna hænum innan um hina hanana. Þegar svo þessir sömu hanar sem öllu ráða fara saman við hænur ber ekkert á þessari leiðinlegur hegðun hegðun hjá þeim gagnvart öðrum hönum en þeir sinna hænunum eins og þeim ber að gera..

Hæna vill liggja á en má það ekki !

 

Stundum er það svo að hæna vill liggja á og unga út en eigandi vill ekki leifa henni það.Sérstaklega þegar það hendir seint á haustin eða á veturnar sem er alls ekki heppilegur eða góður tími til útungunar.Bæði fuglsins vegna og ekki síður unganna vegna.En þetta er þekkt fyrirbrigði og kemur oft fyrir.

 

Sama ástand getur komið uppá á öllum tímum árs hjá hænunum.Þegar svona ástand er á hænunum gefa þær frá sér sérstakt klakhljóð(eggjahljóð,ungahljóð).Hænan liggur sem fastast í varphólfinu(hreiðrinu)og vill ekkert annað en liggja á eggjunum.Þegar svona ástatt er fyrir hænunni er hún arðlaus og verpir ekki og vilja margir stoppa þetta af.

 

Gott ráð er að taka viðkomandi fugl,setja hann í góðan kassa og loka hann þar inní í rúml.sólarhring eða svo.Gefið ekki vatn eða fóður og hafið myrkur í kassanum og hafið kassan sér en ekki inní í sama húsi og hinir fuglarnir eru.Eftir sólarhring eða rúml.það er svo fuglinum sleppt saman við hópinn.Munið að loka fuglinn ekki inní án vatns lengur en í tæplega tvo sólarhringa.

 

Ef það er gert er hætta á ofþornun,fuglinn missir allt fiður og drepst vegna ofkælingar.Sleppið frekar fuglinum út og endurtakið þetta ef þarf, sem er ólíklegt að þurfi að gera.Eitthvað gerist þarna í þessari vist sem orsakar það að fuglinn ruglast í rýminu og hættir að vilja liggja á og fer að verpa eftir tvær vikur eða svo,getur verið aðeins fyrr og aðeins seinna,fer eftir einstaklingum.

 

Hér áður fyrr voru hænur hengdar uppá þil í strigapokum þegar stoppa átti útungunarástandi á þeim og voru þær hafðar í pokanum í rúml.sólarhring hangandi uppá vegg.....ég mæli ekki með þessari meðferð en notum frekar kassann sem áður er nefndur til þess arna.Finnst sú meðferð betri og mannúðlegri.

Aldur fuglanna.

 

Tiltölulega er auðvelt að sjá hvort fugl er ungur eða gamall og sést það best á fótum þeirra.Ungir fuglar eru með fallega,glansandi fætur og eru hornflögurnar þétt upp að leggnum og sitja fast og fætur þeirra alveg sléttir. Fætur ungra fugla eru áberandi á litinn eða allt frá gulum,bleikum,gráum og uppí koxgráir eða svartir en það fer eftir genum hver liturinn er.

 

Fætur á gömlum fuglum eru grófir á að líta,oftast nær gráhvítir eða grágulir og geta hornflögur á fótum þeirra verið mjög grófar. Þegar fugl deyr er svo auðvelt að athuga hvort hann var ungur,miðaldra eða gamall vegna þess hver eftirgefanleiki beinanna breytist með aldrinum. Leggið fuglinn á borð með bakið niður og þrýstið hendi þéttings fast á bringuna á fuglinum.

 

Sé fuglinn ungur gefur beinið eftir og hægt er að þrýsta því má segja alveg aftur að baki án þess að það brotni. Sé fuglinn á miðjum aldri fer beinið hálfa leið inní fuglinn og stoppar þar eða brotnar.Sé fuglinn orðinn gamall gefur beinið ekkert eftir þar sem kalkbúskapurinn hefur breyst svo mikið með aldrinum og beinið brotnar strax um leið og þrýst er á það. Til fróðleiks má geta þess að þetta eru oft kölluð súpuhænsni þegar kemur að matreiðslunni og fugl sem er orðinn þetta gamall er óhæfur til neyslu nema í súpu eða til að búa til kraft úr.

Skipt um fiður,skammdegið,ljós og varp.

 

Á hverju ári skiptir fuglinn um fiður og hefst þetta ferli uppúr miðjum ágúst og fram í september en þetta gerir hann bæði vegna vetrarins sem er að leggjast að sem og losar sig við óværu og óhreinindi úr fiðrinu.Þessari endurnýjun má líkja við vöxt á nöglum hjá okkur mönnunum en sama efni er í fjöðurstaf fuglann og er í nöglunum á okkur.Neglurnar á okkur vaxa sífellt allt árið en fiðrið gerir það ekki svo fuglinn þarf að skipta um fiður árlega.Þetta ferli tekur um 3-4 vikur og á meðan dettur mest allt varp niður.Varp ætti svo að hefjast aftur að þessum tíma liðnum ef allt er í lagi.Hitastig og birta skiptir miklu máli um þetta leiti enda er í september farið að kólna og birtutíminn styttist með hverjum degi sem líður.

 

Gott er ef hitinn er í kringum 10-12 gráður hjá fuglunum en má svo fara niður í 7- 8 gráður þegar því er lokið. Þá þarf einnig að passa að birtan sé nóg en fuglinn þolir vel 7-8 tíma myrkur´a sólarhring án þess að þa ðkomi niður á verpinu.Þessi tími telst eins og hjá okkur "eðlilegur" hvíldar tími. Þó er áríðandi að hafa þa ðí huga að hvíldartími fuglanna er allt annar en hjá okkur mannfólkinu. Fuglinn fer sjálfur inn og uppá prik uppúr kl 17-18 seinnipart dags og hvílr sig á prikunum fram til kl 3 -3.30 á næturnar en þá byrja hanarnir yfirleitt að gala og fuglarnir fara að tínast niður af prikunum í fóður,vatn og að róta á gólfunum. Á þessum tíma eru hanarnir hvað "aktívastir" við frjóvgunina og troða hænurnar af kappi hver við annan (ef fólk er með fleir en einn hana).

 

Vegna þessa tíma er best að hafa "timer" á ljósinu hjá fuglunum en þá er hægt að stilla birtutímann eftir því sme best hentar og lengja hann svo eftir þörfum eftir því sem myrkur tíminn lengist. Ágætt er að hafa veika peru t.d. 5w sparperu eða 15w glóperu enda er ljóstýra alveg nóg. Látið kvikna á perunni þegar skyggja fer og slökkna á henni þegar birta fer af degi. Sumir vilja hafa myrku hjá fuglunum í einhvern tíma og það er í lagi en þá þarf að tvískipta tímanum. Sem dæmi má taka fram að kveikja þarf þá á ljósinu þegar skyggja fer og láta það loga fram til kl 22 á kvöldin,þá láta það slökkna og láta það kvikna aftur uppúr kl. 3 á næturnar og loga fram að þeim tíma þar til dagsbirtan er orðin nógu mikil.

 

Fuglarnir kúra sig niður í keng á prikunum og hreifa sig ekkert í myrkri...er þetta frá náttúrunnar hendi vegna þess að þeir sjá ekkert í myrkri og hreifing getur laðað að næturdýr sem þeim stafar hætt af. Hægt er að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar með því að fara út í kofann að kvöldi til og ef fuglarnir eru niðri á gólfinu þá slökkva ljósið hjá þeim í nokkrar mínútur og kveikja það svo aftur. Fuglarnir kúra sig niður eins og þéir séu dauðir þar sem þeir voru staddir þegar ljósið slökknaði.

 

Ef hitinn er réttur og ljós haft hjá fuglunum þegar fiðurskiptum er að ljúka ætti að vera hægt að ná upp varpinu áður en mesta skemmdegið skellur á......ef það tekst ekki þá má búast við því að fuglarnir verpi ekkert að mestu leiti yfir veturinn og byrja ekki varp aftur fyrr en dag tekur að lengja á nýjan leik. Það er þá verið að ala þá upp á rándýru fóðri í nokkra mánuði án þess að fá nokkurn arð af þeim eða nokkuð til baka til að vega upp á móti fóðurkostnaðinum. Hugum því fyrr en seinna að birtunni í kofanum þegar fer að kólna og hausta.

 

Þeir sem halda íslensku hænuna hafa mikið dálæti á henni sem sést glöggt á því hvað margir eru komnir með íslensku hænuna núna og hvað hún dreifist víða um landið. Margir halda áfram og hafa átt fugla í mörg ár,sumir prófa þetta og hætta svo þegar fuglarnir eru komnir á aldur og alltaf eru einhverjir nýjir að bætast við.

Við getum verið stolt af Landnámshænunni.

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is 

 

 

© 2023 by Name of Template. Proudly created with Wix.com