Opið heim !

 

Mjög mikill ferðamannastraumur er hér á Suðurlandinu allt árið um kring og virðist sem hann sé að lengjast í báðar áttir.Ferðamenn eru farnir að koma fyrr á vorin og eru á ferðinni lengur fram eftir hausti og fram eftir vetrinum.


Mikið af þessum gestum koma við hérna í Þykkvabænum enda ekki langt niðureftir frá þjóðvegi 1,skoða ræktunina,kaupa egg og hafa beðið um að fá að skoða Landnámshænuna.

 

Því hefur nú verið ákveðið að opna fyrir gesti gegn vægu gjaldi hingað heim að Tjörn og bjóða fólki að koma og skoða Landnámshænuna í sínu rétta umhverfi,skoða aðstæður hjá henni og hvernig hún lifir.
Einnig að skoða eggin í vélunum sem eru í útungun,sjá unga skríða úr eggjum,skoða litla unga og fá að halda á þeim og kíkja á kjúklinga á ýmsum aldri.


Eigandi mun fara yfir reksturinn sem og fræða fólk um Landnámshænuna.


Þetta er ein besta kynning sem um getur en það er að sjá fuglinn lifand með eigin augum frekar en á mynd þó það sé betra en ekkert.


Mun ég sjálfur fara með fólkinu um hjá fuglunum,
fræða það,upplýsa og svara spurningum ef eihverjar eru og fólk vill.

Gjaldið verður 1000 kr en frítt fyrir yngri en 10 ára.

 

Þetta gjald er ekki hugsað sem aðgangseyrir heldur sem styrkur til Landnámshænunnar.

 

Og verður innkoman eingöngu notuð til kynningar á Landnámshænunni t.d. endurprentunar á bæklingi, úgáfu póstkorta og fleira.

 

Verður því sett upp stórt og áberandi skilti hér við heimkeyrsluna að bænum sem og við innkeyrsluna í Þykkvabæinn og verður svo annað skilti sett upp við vegamótin niður í Þykkvabæ og þjóðveg 1 til að benda á þennan möguleika og fólki boðið uppá að koma hingasð niðureftir og skoða ræktunina. 

Skiltin hannaði ég sjálfur en þau eru framleidd hjá Plexigler í Reykjanesbæ.
Skiltin eru með upplýsingum á íslensku og ensku fyrir ferðamenn og er það 150 cm x 250 cm að stærð sem er hér niður við veg en hitt skiltið verður minna um sig eða 100 x 150 cm.

 

Verið velkomin Landnámshænsasetrið í Þykkvabænum.

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is