Sala og verð.

 

Hér fer útungunin af stað á vorin og koma fyrstu ungarnir í mars og fram í ágúst/september á hverju ári . Eftir það tekur svo uppeldið við og er því haldið áfram á meðan eitthvað er til af fuglum eða fram eftir hausti ef svo vill til. Kappkostað er að hafa fallega og heilbrigða fugla og fjölbreytta liti og eru hænurnar í mörgum litum og hanarnir skrautlegir.

 

Þó er mismikið af hverjum lit, enda ekki alveg hægt að stjórna því. Hér á bænum eru til ýmsir eða flestir algengustu litir og litaafbrigði og má þar t.d. nefna eftirfarandi: Svartar, svartar með ljósum rákum, svartar með hvítum doppum, dökkbrúnar, kaffibrúnar, millibrúnar, ljósbrúnar, hvítar, rauðbrúnar, ljósgráar, steingráar, gular, dökkgráar, bleikar, allavega yrjóttar, rákóttar og doppóttar. Hænur með stóra og litla toppa og fjölbreytileikinn látinn ráða sér.

 

Einnig eru þær með allavega gerðir af kömbum og hanarnir líka og má þar nefna einfaldan kamb, krónukamb, kórónukamb,blöðrukamb og rósakamb. Ungar eru seldir frá því að vera daggamlir og alveg upp í fugla sem eru að komast í varp svo og ungar hænur sem byrjaðar eru að verpa. Daggamlir ungar eru að sjálfsögðu seldir ókyngreindir og er það því á ábyrgð kaupanda hvað hann fær mikið af hænum og hvað mikið af hönum. Það sama gildir um unga, sem eru þriggja vikna.

 

Þegar ungar eru orðnir 6 vikna er oftast hægt að sjá hvort kynið það verður en það er samt ekki alveg öruggt jafnvel á þeim aldri. Ungar sem eru orðnir 8 víkna eru kyngreindir rétt að segja má í um 99% tilvika og er tekinm ábyrgð á sölunni frá þeim aldri. Ef seldir eru 8 vikna gamlir ungar og í hópnum leynist einn eða fleiri hanar (aldrei hægt að fyrirbyggja það alveg) þá verður það bætt upp með fugli af réttu kyni eða endurgreitt.

 

Betra er samt að kaupa 8 vikna unga þegar upp er staðið því þá eru þeir komnir af byrjunarfóðri, þurfa ekki að vera undir hitaperum og mesti kostnaðurinn og vinnan er frá. En bestu kaupin eru í unghænum sem eru að komast eða eru komnar í varp.

 

Þá kemur arðurinn(eggin) strax og ekki er verið að ala upp fugla á dýru fóðri í langan tíma áður en eggin koma.Oft er ekkert ódýrara að kaupa daggamla unga, ala þá í nokkrar vikur, nota hitaperur og fleira og svo reynist kannski helmingurinn hanar.Og þurfa svo að bæta við sig eldri ungum til að ná upp í þann fjölda sem ætlað var að vera með í upphafi.

 

En þetta er að sjálfsögðu álitamál og skiptar skoðinar um þetta eins og annað og verður hver og einn að gera upp við sig hvað hann vill gera og kaupa. Vildi bara benda á þennan möguleika. Hér fyrir neðan kemur svo verðlistinn eins og hann er og verður í ár. Það skal tekið fram að lítil hækkun hefur orðið á ungunum undanfarin ár en eins og öllum er vel kunnugt um hefur allt hækkað mikið undanfarið.

 

Kostnaður hefur hækkað mikið og sérstaklega undanfarin ár.Má t.d. geta þess að fóðrið hefur hækkað um rúml. 3000 kr pokinn og hækkar enn . Fjórar hækkanir urðu á síðasta ári,fimm hækkanir árið 2011 og þegar er ein hækkun komin þetta árið.Einnig hafa spænir,ílát,skermar,hitaperur,rafmagn og fl.sem notað er vegna fuglanna hækkað mikið undanfarin 5 ár eins og bara allt annað í þjóðfélaginu.

Verðlisti fyrir árið 2017.

 

Daggamlir ungar ............ 1200 kr.

 

Vikugamlir ungar ........... 1400 kr.

 

2ja vikna ungar .............. 1600 kr.

 

3ja vikna ungar ...............1800 kr.

 

4ra vikna ungar ..............2000 kr.

 

5 vikna ungar ..................2200 kr. (gróf kyngreindir)

 

6 vikna ungar ..................2500 kr. (gróf kyngreindir)

 

7 vikna ungar ..................2800 kr. (kyngreindir)

 

8 vikna ungar ..................3200 kr. (kyngreindir og í ábyrgð)

 

9 vikna ungar ..................3500 kr.

 

10 vikna ungar ................3800 kr. ( 2ja og hálfsmánaða)

 

11 vikna ungar ................4000 kr.

 

12 vikna ungar ...............4500 kr. (þriggja mánaða)

 

Unghænur ......................5000 kr. (16 vikna) Byrjaðar á varpfóðri

 

Unghænur í varpi ..........6000 kr. (20 vikna) að byrja varp.

 

Ungar Varphænur..........6500 kr. (30 vikna) komnar í varp.

 

Ársgamlar hænur ..........7000 kr.

 

Fullorðnir hanar............. 7500 kr.

 

Sérvaldir kynbótahanar. (Hanarnir eru allir um ársgamlir og eldri).

Mismunur á verði milli vikna á fuglunum er sá kostnaður sem bætist við hverja viku við uppeldi á fuglinum.Eftir því sem fuglinn er eldri (stærri) þá tekur hann meira til sín af fóðri eins og skiljanlegt er.

 

Einngöngu eru seldir fallegir og heilbrigðir fuglar og allt kapp lagt á að svo sé. Þó ber að hafa það í huga að stundum og oft eru ungar stéllausir á þessum aldri (5-8 vikna) vegna áreitis sem byrjað er í hópnum en stélið kemur strax aftur þegar róast fer í hópnum aftur eða þegar fuglar fara á nýjan stað og eru færri. Þetta fer þó mikið eftir því hversu stór hópurinn er sem fuglarnir eru í og verða í.

 

Því stærri hópur,því meira áreiti er. Úr minni hópum er lítil hætta á að fuglar séu stéllausir eða mikið reittir. Þetta er vegna goggunarraðirinnar sem byrjuð er í hópnum en hún byrjar yfirleitt á 3. - 4. viku og heldur áfram í nokkrar vikur og er yfirleitt horfin með öllu þegar ungarnir eru orðnir 16 vikna gamlir ( 4ra mánaða).

 

Þá er hver fugl komin á og með sitt virðingarstig í hópnum. Ungar eru svo kyngreindir 5-6 vikna gamlir en á þeim aldri getur alltaf leynst einn og einn hani innan um enda er fuglarnir mjög misjafnir í þroska og stærð á þessum aldri. Þegar ungarnir eru orðnir 8 vikna gamlir á kyngreiningin að vera 100% örugg og er þá tekin full ábyrgð á að þeir séu af réttu kyni þegar þeir eru afgreiddir uppí pantanir. Yngri fuglar eru seldir á ábyrgð kaupanda, það er hvort kynið það er.

 

Ef svo óheppilega vill til að kaupandi fær óvænt hana með á þeim aldri (8 vikna) sem er fremur sjaldgæft en getur þó alltaf komið fyrir er það bætt upp með fugli af réttu kyni eða fuglinn er endurgreiddur.

.................Söluegg / mataregg....................

Egg 10 í bakka......... 1000 kr

Egg 12 í bakka......... 1200 kr

Egg 30 í bakka......... 3000 kr.

Öll egg eru tekin daglega frá fuglunum. Þau eru þvegin og sett í kæli.

Útungunar egg.

 

Útungunar egg 1 stk ................200 kr.

 

Útungunaregg 10 stk..............2000 kr.

 

Úrungunaregg 20 stk.............4000 kr.

 

Útungunaregg 30 stk ............6000 kr.

 

Útungunaregg eru tekin frá fuglunum þegar pantanir berast og eða þegar nálgast að þau verða afhent til kaupanda og þau fá sérstaka meðhöndlun.

 

Eggin eru skoðuð gaumgæfilega undir sérstöku ljósi og stækkunargleri (leitað að sprungum og öðrum misjöfnum á skurn), flokkuð eftir stærð og lögun og sett í bakka.

 

Þau eru aldrei þvegin,eru geymd við rétt raka og hitastig til að fá sem besta útkomu við útungun og þeim er snúið 5 sinnum á sólarhring.

 

Aldrei eru seld eldri egg en 5 daga gömul til útungunar.

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is 

 

 

© 2023 by Name of Template. Proudly created with Wix.com