Hér með gera Landnámshænan ehf kt: 650613-2280 sem seljandi
og ______________________________________________________
kt:__________________________________________ sem kaupandi.
Heimilsfang _______________________________________________
Sími: ___________________________GSM:_____________________
Tölvupóstfang: ____________________________________________
Póstnúmer og staður _______________________________________
með sér eftirfarandi samning um að kaupandi sé fóstur/eigandi að Landnámshænu í Þykkvabænum.Samningurinn gildir í eitt ár frá undirritunardegi hans.
Samningurinn hljóðar uppá það að viðkomandi kaupandi/fóstri kaupir sér rétt á Landnámshænu sem hann á en geymir á lögheimili hænunnar í Þykkvabænum.
Ræktandi er samt sem áður löglegur eigandi hænunnar og ber ábyrgð á velferð hennar,uppeldi,fóðrun og aðbúnað samanber t.a.m.dýraverndunarlög og búfjárhald er gilda í dag.
Kaupandi velur sér sjálfur viðkomandi hænu annað hvort á staðnum eða eftir myndum sem sendar verða til hans.
Einungis verða í boði ungar og fallegar hænur.
Kaupandi fær fréttir af sinni hænu á mánaða fresti og jólakort frá henni ásamt nýrri mynd.
Kaupandi fær arðinn af sinni hænu (ef hann kýs svo)til sín mánaðarlega eða eftir nánara samkomulagi við við seljanda en miðað er við að það séu 220 egg á ári eftir hverja hænu. Vistvæn,fersk og góð egg.
Kaupandi gefur sinni hænu nafn sem fylgir henni og verður hún merkt honum sem hans eign.
Kaupanda er velkomið að koma við þegar honum hentar eða vill í samráði við seljanda og skoða sina hænu og verður boðið uppá kaffi,spjall og heimabakað í heimsókninni.
Heimsóknir eru leyfðar allt að 3 sinnum á ári en alltaf má ræða annað ef betur eða annað hentar viðkomandi. Heimsóknir eru leifðar frá marslokum til október loka ár hvert.
Er viðkomandi hæna eldist og er orðin eldri en tveggja ára verður hún enn í umsjá seljanda og heldur sínu nafni og kaupandi er áfram fóstri en arður fellur niður þar sem varp minnkar mikið eftir þann tíma hjá flestum hænum.
Hægt er að endurnýja samningin og taka aðra hænu í fóstur eftir eitt ár og hefur þá kaupandi tvær hænur sem sínar eigin og sú nýja gefur arð en sú eldri ekki. Hægt er að fá arð eftir nýju hænuna þó hann hafi verði afþakkaður af þeirri fyrri og öfugt.
Komi til óvæntra eða ófyrirséðra atvika t.d.að viðkomandi hæna slasast,veikist illa og verður að lóga henni að einhverjum ástæðum eða hænan deyr innan umsamins tíma skal kaupandi látinn vita af því strax og honum boðið að velja sér nýja hænu í staðin.
Ekki verður um endurgreiðslu að ræða kjósi kaupandi ekki að nýta sér að velja aðra hænu í stað þeirrar sem varð að fara eða lést.
En sem sárabót fær hann sín egg út umsaminn tíma.
Umsamið kaupverð vegna fósturhænu er kr 25.000 og greiðist innan viku frá gerð og undirritun samningsins inná reikning eiganda í banka.
Kaupsamningur um “Fiður fé”.LANDNÁMSHÆNU.



Júlíus Már Baldursson
Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349