Egg sem pinnamatur!

 

Harðsjóðið egg, takið skrunina af og skerið í tvennt eftir endilöngu.

Miðið við eitt egg á mann eða tvo helminga.

 

Fyllingar!

 

Takið eggjarauðuna úr og setjið í matvinnsluvél eða blandara og blandið með eftirfarandi efnum og sprautið maukinu svo aftur í hvítuna þar sem rauðan var áður.

 

Miðað er við að búið sé til úr   4 eggjum í einu, sem sagt 4 rauður, 8 helmingar.

 

1. Setjið saman við rauðurnar:   1 tsk. sætt sinnep, 2 msk. sweet relice og örlítið af mayones.

 

2. Setjið saman við rauðurnar: 1 tsk. saxaðan lauk, 4 msk. kurlaðan túnfisk og örlítið af mayones.

 

3. Setjið sama við rauðurnar : 1 tsk. Paprikuduft.1 msk. saxaðan rauðlauk og örlítið af mayonese.

 

4. Setjið saman við rauðurnar:   ½ tsk. Karry, 3 saxaða síldarbita og örlÍtið af mayonesi.

 

5. Setjið saman við rauðurnar: örlítið af   aromakryddi, 4 msk. saxaðar rækjur og örlítið af mayonesi.

 

6. Setjið saman við rauðurnar: saxaðan grænan aspas og örlítið af mayones.

 

7. Setjið saman við rauðurnar: saxaða sveppi og örlítið af mayonesi.

 

8. Setjið saman við rauðurnar: saxaða skinku og örlítið af mayonesi.

 

9. Setjið saman við rauðurnar: 2 msk. kavíar úr túbu og örlítið mayones.

 

10. Setjið saman við rauðuna: 2 msk. af söxuðu pepperoni eða spægipylsu, 1 tsk. af rauðlauk og örlítið af mayonesi.

 

Munið að þetta magn er gefið upp fyrir fjóra , 4 egg , 8 helmingar,   tveir á mann og er hver fylling í 4 egg.

Uppskriftir !

 

 

Eggjakaka í ofni!

 

Fljótlegur,góður og saðsamur réttu r sem enga stund tekur að búa til.

 

200 gr. saxað og steikt beikon, nota má skinku eða það sem vill.

 

1 rauðlaukur eða 4 msk saxaður púrrulaukur

 

250 gr soðnar kartöflur

 

8-10 egg

 

150 ml rjómabland

 

pipar og salt eftir smekk.

 

Hitið ofninn í 180°, setjið allt sem í eggjakökuna á að fara í eldfast form og hellið eggjablöndunni yfir, setjið í miðjan ofninn í 15-20 mín. eða þar til eggjakakan er gullbrún og búin að lyfta sér.

 

Gott að bera fram með heitu brauði og góðu grænu salati eða með brauði og hrísgrjónum.

Uppskrift af Kjúklingasalati.

 

Þetta er bragðgott og saðsamt sumarsalat, hentar sem forréttur eða sem aðalréttur.

 

Berið fram með heitu brauði eða hvítlauksbrauði.

 

Uppskriftin er fyrir fjóra.

 

4 kjúklingabringur.

 

2 msk. Paprikuduft.

 

½ tsk. karry.

 

50 gr. smjörvi.

 

Salt og pipar.

 

Hrærið saman smjörva, paprikuduft og karry, brúnið smjörvann á pönnu við háan hita og steikið bringurnar í því   í 4-5 mín. á hvorri hlið, passið að bringurnar séu gegnsteiktar.

 

Einnig er hægt að grilla bringurnar og pensla þær með smjörinu.

 

Dressing:

 

2 dl. ISIO 4 olía.

 

1 dl söxuð steinselja.

 

1 dl saxaður graslaukur.

 

2 msk. mango chutney.

 

½ tsk salt.

 

Cayenne pipar á hnífsoddi.

 

Blandið öllu saman sem á að vera í dressingunni og látið standa í góða stund.

 

Maukið síðan allt saman í blandara eða matvinnsluvél svo sósan verði þykk.

 

Salatið:

 

1 höfuð Icebergsalat, saxað í strimla.

 

2 rauðar paprikur saxaðar í strimla.

 

2 mango skorið í teninga.

 

Sítrónusafi yfir mangoið.

 

2 dl af fetaosti.

 

2 msk. sultaður engifer, saxaður smátt.

 

Blandið salatinu saman, hellið sósunni yfir, skerið kjúklingabringurnar í strimla og

og dreifið yfir salatið.

 

Kjúklingasamloka!

 

2 snittubrauð skorin eftir endilöngu.

 

4 kjúklingabringur.

 

Fajitas kryddblanda eða annað að vild.

 

1 rauðlaukur í sneiðum.

 

4 hálfar ferskjur úr dós í sneiðum.

 

2 mosarellakúlur í sneiðum.

 

Klettasalat eða annað salat .

 

1 fl. Heinz chilisósa, en má líka nota grænmetissósu frá E.Finnsson.

 

Steikið kjúklingabringurnar á pönnu í ca. 5 mín. á hvorri hlið,

kljúfið þær og geymið.

Setjið salat, laukhringi og sneiðar af mosarella á brauðið, dýfið bringunum í chillisósuna, leggið á brauðið og raðið sneiðum af ferskjum ofan á, leggið efri hluta samlokunnar   yfir. Þetta er heil máltíð fyrir 4 og kjörið að borða úti á palli, við grillið, í garðinum, á ferðalagi eða bara inni í eldhúsi.

 

Reyktur kjúklingur!

 

Sannkallaður hátíðarmatur fyrir alla, sérstakur og góður.

 

Uppskriftin er fyrir 4.

 

1 stk reyktur kjúklingur

 

1 pk. þurrkaðir ávextir.

 

Salt og pipar.

 

Þíðið kjúklinginn í kæli, þerrið hann, kryddið með salti og pipar, fyllið hann með ávöxtunum og lokið vel fyrir.

 

Setjið fuglinn í steikarpott með loki og steikið í rúma klst. í ofni við 180° hita.

Sósan.

 

1. fl. plómusósa (fæst í flestum búðum)

 

1 pk. þurrkaðar apríkósur.

 

Sjóðið apríkósurnar í vatni þar til þær eru orðnar meirar, síið vatnið frá og maukið þær í blandara eða matvinnsluvél.

 

Blandið maukinu við plómusósuna og hitið.

 

Kjúklingurinn er borinn fram með sósunni, salati, maís og brúnuðum kartöflum.

 

Þessi réttur er mjög sérstakur en virkilega góður. Endilega, prófið hann!

 

Skyrterta með ananas!

 

Þessi er rosalega góð, auðveld, fersk og nauðsynleg í sumar sem eftirréttur,   við grillið, á pallinn, í sumabústaðinn, heima eða   raunar hvar sem er.

 

1 hvítur svampbotn.

 

2 dósir ananaskurl.

 

500 g hreint skyr.

 

5 st. egg.

 

2 ½ dl þeyttur rjómi.

 

1,5 dl sykur.

 

1 dós ananaskurl.

 

2 tsk. sítrónusafi.

 

2 tsk. vanilludropar.

 

8 blöð matarlím.

 

Setjið svampbotninn í springform og dreifið ananaskurlinu yfir hann.

 

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í ca.10 mín.

 

Kreistið úr því og bræðið það yfir vatnsbaði með sítrónusafanum og kælið aðeins.

 

Hrærið saman skyri, eggjum, sykri, vanilludropum og ananaskurli.

 

Blandið þeytta rjómanum í hræruna og síðast bræddu matarlíminu í mjórri bunu út í hræruna.

 

Setjið skyrhræruna á svampbotninn og setjið í kæli.

 

Skreytið tertuna að vild,t.d. með ananashringjum og rauðum cocktailberjum eða hverju öðru sem þið viljið.

 

Best er að gera tertuna daginn áður en á að neyta hennar, þá verður hún búin að taka sig og er betri.

Gott er að bera fram þeyttan rjóma með tertunni.

 

Jólaísinn (yfir aldagömul uppskrift)

 

1 l.rjómi

 

8 égg

 

8 msk.sykur

 

Bragðefni að vild .

 

Stífþeytið rjómann og eggjahvíturnar í sitthvoru lagi og blandið varlega saman.

 

Eggjarauðurnar og sykurinn þeytt vel saman þar til það er eins og krem

.

Eggjakreminu er síðan blandað saman við rjómann og hvíturnar og bragðefni sett í.

 

Sett í form og fryst yfir nótt eða í ca.12 tíma

 

Jólabúðingur.(Þessi er geggjaður)

 

1/2 liter rjómi

 

5 egg

 

10 blöð matarlím

 

1 poki súkkulaðispænir(dökkar)

 

1/2 flaska súkkulaðisósa(íssósa)

 

2 msk koniak (má sleppa og eða nota það sem vill)

 

125 gr sykur

 

Egg og sykur þeytt vel saman þar til það er eins og krem,matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn i ca.10 mín.kreist og sett i pott yfir vatnsbaði,koníakið sett úti og matarlímið brætt,kælt aðeins.

 

Rjóminn er stífþeyttur. Eggjahrærunni blandað saman við súkklaðispænir og sósuna og hrært.Síðan er matarlímið láti renna saman við þetta og hrært vel í á meðan.Stífþeyttum rjómanum er síðan blandað við hræruna.Sett í stóra skál eða mörg lítil glös og kælt í ca.6 tíma.Borið fram með þeyttum rjóma.

 

 

Smá fróðleikur um egg.


Egg geymast vel og ný egg geymast í kæli í rúma tvo mánuði.


Egg á alltaf að geyma með mjórri endann niður og breiðari endann upp,þá geymast þau betur og lengur og það sest ekki til í þeim.


Oft kemur það fyrir að þegar búið er að sjóða egg og á að fara að pilla þau eru þau mjög föst í skurninni. Ástæðan fyrir þessu er sú að eggin eru of ný. Egg sem koma frá verksmiðjubúunum fara aldrei á markað fyrr en þau eru orðin 3ja vikna gömul og eru þess vegna alltaf laus í skurninni. Hægt er að bæta úr þessu með því að salta vatnið sem eggin eru soðin í eða setja smá af ediki útí vatnið. Þá losnar um skurnina.


Til að athuga hvort egg er gamalt eða nýtt er gott ráð að gera eftirfarandi.
Setjið vatn í skál eða stórt glas.Setjið eggið í vatnið. Nýtt egg sekkur til botns og leggst á hliðina. Sé eggið orðið mánaðar gamalt eða svo lyftist digrari endinn upp en sé eggið orðið mjög gamalt flýtur eggið upp.


Þegar hænur byrja varp í fyrsta skiptið koma lítil egg sem kölluð eru unga egg.
Unga eggin eru ekkert frábrugðnari en önnur egg ,þau eru bara minni. Þessi egg er gott að nota í allan bakstur en nota skal 3 ungaegg á móti hverjum 2 miðlungsstórum eggjum,4 ungaegg á móti hverjum 2 stórum eggjum.


Ef fólk er fyrir Tartar(Bufftartar) t.d. úr nautakjöti,laxi eða öðru er alltaf fallegra að nota ungaegg á Tartarinn en stór egg. Ungaegg eru yfirleitt bragðmeiri en stærri egg og rauðan er dekkri í þeim.Og þau fara betur á Tartarnum vegna smæðar sinnar.


Ef það er „græn“rönd“ á soðnum eggjum er ástæðan sú að eggin voru soðin of lengi.Þetta breytir eggjunum ekkert en er ljótara ef nota á eggin í skreytingar eða ofan á brauð. Þessi egg eru kjörin til að nota í allskonar salöt.


Suðutími eggja:

 

Linsoðin egg. Lítil egg  3 mín. Miðlungs egg  4 mín. Stór egg    5 mín.


Harðsoðin egg:

Lítil egg  5 mín. Miðlungs egg  7 mín. Stór egg  10-12 mín.


Munið að kæla egg strax undir köldu vatni eftir suðu,ef það er ekki gert halda þau áfram að soðna í skurninni.


Geymsla á eggjum.


Að frysta egg.


Munið að egg geymast vel í kæli í allt að rúma tvo mánuði.
Ef mikið er til af eggjum er einnig hægt að frysta þau og nota seinna.
Hvítuna er hægt að frysta sér og nota svo seinna í marens. Gott er að setja 3-4 hvítur saman í lítið box eða það magn sem þarf í uppskriftina af marensinum og þá er alltaf til efni í marensinn þegar þarf á að halda.


Ef frysta á egg þarf að píska saman rauðuna og hvítuna því annars skilja þau sig.Best er að píska saman 3  egg og setja í lítið box og frysta þannig. Þá eru alltaf til egg í pönnukökur,vöfflur eða hvað sem er þegar það á að baka. 3 egg eru algengust í flestum uppskriftum sem við notum og ef það eru tvo egg í uppskriftinni gera 3 egg ekkert til,það má vera einu eggi meira en sagt er til um. Séu eggin fleiri en 3 í uppskriftinni má alltaf taka af magninu í einu boxanna.    

 

Egg eru holl og góð og mikið af næringar og bætiefnum í þeim.Egg eru ekki eins óholl vegna kolesterols eins og margir hafa vilja trúa.Í eggjum eru meðal annar omega3 fitusýrur sem eru góðar fyrir hjartað og blóðið og í eggjum er mikið af A og k vítamínum en þau finnast ekki í öðrum matvælum frá náttúrunnar hendi nema eggjum.Svo öllum er óhætt að borða egg og nota egg.Það gildir bara með egg eins og flest allt annað.Meðalhófið er best jú en engin ástæða er til að nota ekki egg.

Munið að egg eru kælivara og geymast best í kæli.

 

Ef passað er að hafa hreina og nýja spæni í hreiðurkössum á ekki að þurfa að þvo egg .

 

Spænirnir eru bakteríudrepandi og sótthreinsandi frá náttúrunnar hendi.

 

Við þvott lokast nefnilega "öndunarop"´á skurninni(en hún er gljúp með litlum opum sem augað greinir ekki)og þá geymast eggin verr.

 

Annað ráð til að athuga aldur á eggjum er að ef þú ert ekki viss um hvort eggið sé nýtt eða gamalt þá er gott ráð að brjóta þau á disk,ef eggið rennur út og verður flatt er það orðið gamalt. En ef hvítan liggur vel á diskinum,þykknið uppvið rauðuna og rauðan falleg og kúpt er eggið nýtt.

 

Til að ganga úr skugga með það hvort egg er soðið eða hrátt er hægt að gera eftirfarandi.

 

Takið eggið á milli tveggja fingra,snúið mjórri endanum niður og snúið því eins og skopparakringlu.Ef eggið stöðvast strax er það hrátt .Eftir því sem eggið snýst lengur og hraðar er það harðsoðnara .

 

Vona svo að þessi smá fróðleikur um egg komi einhverjum að góðum notum.

Notum egg,borðum egg og njótum þeirra. Verði ykkur að góðu!

 

  • Wix Facebook page

 

Júlíus Már Baldursson

Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349 landnamshaenan@landnamshaenan.is