Að leigja sér Landnámshænu yfir sumarið.
Þetta hljómar kannski svolítið sérkennilega en samt kannski ekki......en afhverju ekki að leigja sér hænur?
Margir sumarbústaða eigendur eru orðið mest allt sumarið í bústöðunum, eru með góðar og afgirtar lóðir í kringum þá og eiga eða ætla að fá sér nú eða smíða sjálfir lítil hús á lóðirnar hjá sér. Þessi hús mjög henta vel fyrir nokkrar hænur.
Enda gaman að hafa nokkrar hænur á vappi á lóðinni,tala við þær,hlúa að þeim,gefa þeim afganga úr bænum og korn, hæna þær að sér og kynnast fuglinum.
Ekki skemmir svo fyrir að fá alltaf og hafa ný og fersk egg á hverjum degi sem er bæði heimilislegt og vinalegt.
Mjög margir sumarbústaða eigendur hafa haft á orði við mig undanfarin misseri að þeim langi til að vera með hænur á lóðinni hjá sér á meðan þeir eru í bústaðnum en vita svo ekki hvað þeir eigi að gera við fuglana þegar hausta tekur og fólk fer að vera minna í bústöðunum og hefur ekki aðstöðu til að taka þær með heim og hafa þær þar yfir vetrarmánuðina.
Vita svo ekki hvort þeir geti selt þær aftur um haustið og vilja alls ekki lóga þeim.
Meðal annars hefur verið rætt um að fá lánaðar hænur að vori til eða leigja þær ef hægt væri og skila þeim svo aftur um haustið.
Til að koma á móts við óskir þessa fólks var stefnt að því að opna á þennan möguleika hér á Tjörn og leigja hænur frá vori fram á haustið.
Nú er sá möguleiki fyrir hendi.
Leigðu þér hænur yfir sumarið.
Eingöngu yrðu leigðar hænur sem orðnar eru 6 mánaða eða eldri og fuglar sem eru byrjaðir í varpi og verpa vel.
Leigjandi mun þá fá eggin úr fuglunum á meðan á leigutíma stendur og skilar svo fuglinum aftur um haustið þegar dvöl í bústaðnum hættir að vera stöðug.
Athugað verður hvort aðstaða sé ekki góð sem og skilyrði fyrir leigu er að fuglarnir verði ekki skildir einir og eftirlitslausir eftir ef fólk fer annað í frí á meðan á leigutíma stendur.
Þetta er eingöngu gert með velferð fuglanna í huga en ekki vegna vantrausts á viðkomandi leigjanda.
Gerður verður sérstakur samningur á milli eiganda og leigjanda og verður hægt að lesa alla skilmála á viðkomandi samningi sem og leigu verð fyrir hver fugl á mánuði.
Hægt verður að leigja fugl frá því í byrjun júní til október loka eða eins og hverjum hentar á þessu tímabili sem gefið er upp.
Fjöldi fugla á leigu fer svo eftir hversu stórt húsið er,hvernig aðstaðan er sem og hversu marga fugla hver og einn vill hafa hjá sér yfir sumarið á leigutímanum.
Vonandi verður þetta til þess að margir geti haft hjá sér íslensku Landnámshænuna og kynnst henni betur en ella og séð hversu skemmtilegur karakter hún er sem gælu og nytjadýr.
Ef áhugi er fyrir þessu þá vinsamlegast setjið ykkur í samband við mig á eftirfarandi hátt á
l
eða í símum 481-3348 og 861-3348.
Bestu kveðjur
Júlíus Már Baldurssom
Þykkvabæ
851 Hella
Leigu samningur:
Leigusamningur á Landnámshænu.
Undirritaðir aðilar hafa gert með sér eftirfarandi samning um leigu á
_______ Landnámshænu/m frá Landnámshænsnabúinu í Þykkvabæ.
Samningurinn gildir frá ___ / ___ 2017 til ___ / ___ 2017.
Leiguverðið er 1800 kr fyrir hvern fugl á mánuði sem tekinn er á leigu og greiðist fyrirfram eða við afhendingu fuglsins/fuglanna.
Leigutaki axlar þá ábyrgð á meðan á leigutíma stendur að vel sé búið að fuglinum/fuglunum og að hann/þeir hafi nóg fóður,vatn og öruggt húsaskjól.
Komi eitthvað fyrir fuglinn meðan á leigutíma stendur það er að ef fugl slasast eða veikist svo aflífa verði hann eða hann fellur frá af einhverjum orsökum þá greiðist fuglinn upp eins og hann hafi verið keyptur af eiganda.
Verð fyrir Landnámshænu í varpi er 6.500 kr
Leiguverð dregst ekki frá kaupverði falli fuglinn frá.
Hægt er að bæta við fugli/fuglum á leigutíma sé þess óskað.
Leigutaki hefur arð af fuglinum allan leigutímann.
Leigusali leggur til bæði fóður og vatnsílát yfir leigutímann.
Ílátin skilist í lok leigutímans með fuglinum/fuglunum og skulu vera bæði heil og hrein.
Komi upp sú staða að leigutaki geti ekki af einhverju ástæðum haft fuglana út umsamin leigutíma þá getur hann skilað fuglunum og mun þá mismunur á leigutíma endurgreiðast að fullu.
Þykkvabæ _____ / _____ 2017.








Júlíus Már Baldursson
Landnámshænan ehf / Þykkvabæ / 851 Hella / Símar 481-3348 /861-3348 / Fax 481-3349